Líf í árvekni: Sól og sæla fyrir vestan

þriðjudagur, 14. ágúst 2007

Sól og sæla fyrir vestan

Erfitt að velja efstu myndina á færslu dagsins; svo margar sem komu til greina úr ferðinni okkar vestur 9.-13. ágúst. Þingeyrin kúrandi undir Sandafellinu hafði vinninginn, ekki síst vegna þess hvað sólin perlaði fallega á Dýrafirðinum þegar við stímdum frá landi á Arnari ÍS í fyrstu veiðiferð yðar einlægrar í tja...nokkur ár að minnsta kosti.
Aflinn var reyndar ekki mikill; mér tókst að húkka eina ýsu sem varla dugir upp í nös á ketti en skipstjórinn faðir minn landaði þremur slíkum og þremur gulum.
Jæja, við fórum alla vega ekki heim með öngulinn í rassinum og ég náði þó nokkrum fallegum myndum, meðal annars þessari af Snúði við stýrið á Arnari ÍS, á fullri ferð í land eftir túrinn.

Við vorum heldur fengsælli í berja- mónum útí Meðaldal þar sem við mokuðum í föturnar aðal-bláberjum, krækiberjum og lýsiberjum (en fyrir þá sem ekki vita hvað lýsiber eru skal þess getið að þau eru kolsvört bláber sem vaxa á ljósgrænu lyngi og bera því sannkallað öfugmælaheiti).

Skottan tíndi reyndar mest í botnlausu tunnuna á milli þess sem hún endasentist um móana og uppfyllti hopp-og-hlaup-kvóta dagsins og gott betur.

P.S. Vil að fenginni bæði eigin reynslu og foreldra minna láta þess sérstaklega getið við þá sem hugsa sér vestur á firði að óhætt er að bæta alltaf 3-4 stigum við hitatölurnar í Dýrafirðinum hjá Veðurstofunni og sleppa því að taka mark á regndropum á kortunum!

5 ummæli:

mamma sagði...

ÞÖkk fyrir komuna! Velkomin aftur!!! Mamma

Nafnlaus sagði...

Þetta er flotta myndir sem þú tókst .Gott að allt gengur vel hjá ykkar.Brúðkaupsmyndirnar eru dásamlegt og váa hvað þið eru falleg hjón........!!!!Hafið það sem allra allra best gaman að lesa bloggið þitt.
Kær kveðja Dee

Trína sagði...

aw vá hvað þetta eru flottar myndir! greinilega gaman fyrir vestan :)t

Nafnlaus sagði...

Hi, Vila
I am beginning to speak to the world again! This is the first time I've been on your blog for ages- Is the weather always so good in Iceland? It is good to see Bjorgvin looking well and your family too. Can you e-mail me your address? sarah would like to send you a thank-you note for Esther's present. Your friends at Maggies send their love.
love
Morag

ÞHelga sagði...

Í minni sveit heita þessi Lýsiber þín Aðalber.....