Líf í árvekni: Meira afmæli

fimmtudagur, 31. maí 2007

Meira afmæli

Heimasætan er tvítug í dag, 31. maí 2007. Með sama áframhaldi verðum við jafngamlar á endanum, mægðurnar...

Ég man þá stund fyrir 20 árum að ég horfði á þessa litlu, ókunnugu manneskju í glervöggunni á Fæðingarheimili Reykjavíkur og velti því fyrir mér hvað þetta líf væri merkilegt...

Til hamingju með daginn, elsku besta Katrín mín.

p.s. Hún er komin með vinnu hjá ritfanga - og bókaversluninni Griffli í Skeifunni!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló!

Og til hamingju með daginn mamma gamla. Ef maður á 20 ára=fullorðið "barn" þá er maður svolítið gamall, að sjálfsögðu í merkingunni virðulegur :-) Við skrifuðum kveðju á bloggsíðuna hennar Katrínar en þetta er líka þinn dagur, það er ekki á hverjum degi sem maður verður mamma í fyrsta sinn! Til hamingju öll!

Kær kveðja af Skeljagrandanum,
Hrefna, Kiddi og hele familien.

P.S.: Amrísk afmælisgjöf Skottunnar bíður hér innpökkuð eftir pósthúsferðarframtaki, eða eftir að þið komið heim, hvort sem verður fyrr á ferðinni :-)

Nafnlaus sagði...

Til HAMINGJU með daginn báðar tvær elskurnar mínar!
Amma og Afi!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn Katrín og mamma hennar.
Matta

Nafnlaus sagði...

Sérstakar hamingjuóskir með heimasætuna!
Kærleikskveðja
Auður Lilja & kó

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn báðar tvær!

Nafnlaus sagði...

til hamingju með stóru stelpuna í gær. kv
helga sveins

Nafnlaus sagði...

til hamingju með litla krúttið :)
gott að vita að ég fæ góða afgreiðslu við að kaupa ritföng :)