Líf í árvekni: P.I.U.

föstudagur, 1. júní 2007

P.I.U.

Það var annað hvort þessi fyrirsögn eða paroxysmal hemicrania - hljómar hvort tveggja mjög mikilvægt en fannst latínan gefa eitthvað hræðilega alvarlegt til kynna. Hún er læknisfræðilega heitið yfir höfuðverkjarköstin sem hafa hrjáð Björgvin undanfarinn mánuð og í dag fær hann nýja tegund af verkjalyfjum (indomethacin) til ad eiga við þau í staðinn fyrir paracetamol, co-codamol, og ibuprofen sem ekki hafa komið að neinu gagni. Sé greiningin rétt á þetta nýja lyf að koma alveg í veg fyrir frekari höfuðverkjaköst, en þau eru ólík því sem áður hefur verið, komið snögglega, verið eingöngu vinstra megin í höfðinu (þeim megin sem æxlið er) og staðið í 15-20 mínútur.

P.I.U. er ekki það sama og C.S.I. heldur er þetta skammstöfun fyrir Programmed Investigation Unit á taugadeildinni á spítalanum en þar vorum við í morgun og tekið var sýni af mænuvökva hjá Björgvin; það var liður i leitinni að ástæðunni fyrir hitavellunni sem hefur verið viðvarandi frá í byrjun maí. Vökvinn var glær og fínn ad sjá, sagði dr. Grant og býst svo sem ekki við að neitt nýtt komi í ljós en lætur vita eftir helgina ef svo er. Áfram á að minnka flogalyfið því liklegast er að hitinn sé aukaverkun af því.

Áttum yndislegan afmælisdag heimasætunnar í gær med pönnuköku- og ísáti, auk þess sem veðrið var med hlaðborð: Sól að morgni og 18 stiga hiti, þrumuveður, haglél og úrhellisrigning miðdegis, skýjað og hlýtt um kvöldið, glampandi sól og sæla í dag.

P.S. Viðbót á laugardegi: Ekki eitt einasta höfuðverkjakast sl. sólarhring sem bendir til þess að nýja lyfið sé að virka og greiningin um paroxysmal hemicrania hafi hitt í mark. Búin að fletta latínunni upp og hef búið til nýyrðið hálfkúpuhöfuðverkjaköst. Agalegt orð - kannski er latínan bara betri ; o)

P.P.S. Hér er myndasyrpa af hnoðrum sem eru að læra að fljúga.

4 ummæli:

Palli sagði...

Elsku vinir.
Gott að heyra að mænuvökvinn var glær. Vona að botn fari að fást í þetta.
Bestu kveðjur,
Palli

Gunni sagði...

Flott að lyfið virkar og allt á réttu róli. Bið að heilsa heima(n) sætunni og til hamingju með djobbið!

Njóla sagði...

Frábært að höfuðverkurinn er að láta sig. Vona svo innilega að Hálandaferðin verði endurnærandi og heilandi fyrir ykkur bæði tvö.
Annars datt mér í hug að Björgvin og þú hefðu gaman að kíkja á www.ljosid.org. En það er svona stuðnings og félagsmiðstöð fyrir krabbameinsjúklinga sem hefur verið að sækja í sig veðrið seinustu tvö ár hérna heima.

Knúskveðja Njóla

p.s. til hamingju með stóru stelpuna

Nafnlaus sagði...

Very nice I think I got the idea although my Icelandic is a bit rusty!

Lovely photos and it look like you all had a wonderful time, just what you need during a time like this.

Kindest Regards and Take Care

Lewis