Heimasætan er tvítug í dag, 31. maí 2007. Með sama áframhaldi verðum við jafngamlar á endanum, mægðurnar...
Ég man þá stund fyrir 20 árum að ég horfði á þessa litlu, ókunnugu manneskju í glervöggunni á Fæðingarheimili Reykjavíkur og velti því fyrir mér hvað þetta líf væri merkilegt...
Til hamingju með daginn, elsku besta Katrín mín.
p.s. Hún er komin með vinnu hjá ritfanga - og bókaversluninni Griffli í Skeifunni!
7 ummæli:
Halló!
Og til hamingju með daginn mamma gamla. Ef maður á 20 ára=fullorðið "barn" þá er maður svolítið gamall, að sjálfsögðu í merkingunni virðulegur :-) Við skrifuðum kveðju á bloggsíðuna hennar Katrínar en þetta er líka þinn dagur, það er ekki á hverjum degi sem maður verður mamma í fyrsta sinn! Til hamingju öll!
Kær kveðja af Skeljagrandanum,
Hrefna, Kiddi og hele familien.
P.S.: Amrísk afmælisgjöf Skottunnar bíður hér innpökkuð eftir pósthúsferðarframtaki, eða eftir að þið komið heim, hvort sem verður fyrr á ferðinni :-)
Til HAMINGJU með daginn báðar tvær elskurnar mínar!
Amma og Afi!
Til hamingju með daginn Katrín og mamma hennar.
Matta
Sérstakar hamingjuóskir með heimasætuna!
Kærleikskveðja
Auður Lilja & kó
Til hamingju með daginn báðar tvær!
til hamingju með stóru stelpuna í gær. kv
helga sveins
til hamingju með litla krúttið :)
gott að vita að ég fæ góða afgreiðslu við að kaupa ritföng :)
Skrifa ummæli