Líf í árvekni: Slæðulestur í Skógarhlíð

fimmtudagur, 6. desember 2012

Slæðulestur í Skógarhlíð

Eftir talsverða umhugsun, efasemdir og vandræðagang þá ákvað ég að láta gluða og skella hér inn upptöku af fyrirlestrinum ,,Lífið er ævintýri" sem ég flutti hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands í Skógarhlíð 22. nóvember sl. Á skjánum sjást slæðurnar sem ég sýndi með fyrirlestrinum reyndar aðeins að hluta en ég vona að það komi ekki að sök.

Þetta kemur í staðinn fyrir almennilegan bloggpistil því satt best að segja þá hef ég lítinn tíma aflögu þessa dagana vegna Vígroða míns. Skaust reyndar upp á Skaga um daginn og flutti svipaðan slæðulestur hjá Krabbameinsfélaginu þar - og auglýsti náttlega bókina um leið ;)

Svo biðst ég afsökunar á því hvað ég tala hratt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábærlega vel gert hjá þér systir kær, hlustaði á þetta á meðan ég sat og föndraði við jólagjafir. Þú veitir manni endalausan innblástur.
Knús & kram xxx
Auður Lilja