Líf í árvekni: Lífið er ævintýri

mánudagur, 19. nóvember 2012

Lífið er ævintýri



Frá Krabbameinsfélagi Íslands: Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur flytur hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 12.10-13.00. 
Fyrirlesturinn nefnist: Lífið er ævintýri.
  
Vilborg segir frá lífi fjölskyldu sinnar með drekanum sem býr í höfði eiginmanns hennar, Björgvins Ingimarssonar sálfræðings.  Fjölskyldan bjó í Skotlandi þegar heilakrabbamein Björgvins greindist árið 2006 og Vilborg hóf þá að skrifa blogg, ríkulega myndskreytt, til þess að leyfa fólkinu heima að fylgjast með því sem gekk á. Í blogginu sem lífinu sjálfu hafa þau hjónin haft það í fyrirrúmi að horfa eftir því jákvæða og spaugilega og lifa í árvekni, einn dag í senn, á hverju sem gengur. 

Lífið er ævintýri, segir Vilborg, öll þurfum að takast á við þrautir hvort sem okkur líkar betur eða verr en til allrar hamingju mætum við alltaf hjálparhellum á leið okkar í gegnum skóginn.
Vilborg mun einnig segja frá nýju bókinni sinni, Vígroða, sem var að koma út og er framhald á sögu hennar um landnámskonuna Auði djúpúðgu, sýna myndir frá sögusviðinu og vitanlega einnig af drekum í ýmsum myndum. 

Öll eru velkomin, frítt inn. lmandi brauð í boði Brauðhússins í Grímsbæ og te frá Tefélaginu.

Engin ummæli: