Líf í árvekni: Þorláksmessa

sunnudagur, 23. desember 2007

Þorláksmessa

Ketkrókur setti lítinn & skrítinn fíl í skóinn Skottunnar í nótt. Aumingja hann að koma daginn sem allir eru að elda skötu. Eða næstum allir; hjá okkur verður lambakjöt í matinn, grillað úti á svölum. Síðasta grillveisla ársins. Við erum samt Vestfirðingar (þ.e. öll nema Minn).

Gleðilegan messudag hins sæla Þorláks!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð! Finnst grillað lambakjöt mun skynsamlegri kostur en þessi torkennilegi fiskur sem er svo vondur að engum dettur í hug að borða hann oftar en einu sinni á ári :-)

Gangi ykkur sem allra best í ómuninni og að höndla biðina, hugsa til ykkar.

Bestu kveðjur

Nafnlaus sagði...

Gleðilega hátíð kæra fjölskylda, megi nýja árið færa ykkur farsæld og gleði. Takk fyrir góðar stundir í borginni fögru í Skotlandi :)
Bestu kveðjur
Magga, Arnar og Elvar Orri

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól
Gangi ykkur vel í dag.
Kveðja
Dedda