Líf í árvekni: ,,On the mend"

mánudagur, 14. maí 2007

,,On the mend"

Matarlystin er mætt aftur, sbr. myndskreytingu en á diskinum getur að líta hinn erkiskoska þjóðarrétt, haggis með kartöflumús og rófustöppu. Ekki allra tebolli en prinsinn var afar ánægður með rétt dagsins hjá NHS. Hitinn er nú kominn í eðlileg horf, ógleðin engin í dag og vökutímarnir til muna fleiri en að undanförnu.
Ekki er aðeins að allt líti nú betur út með heilsufarið heldur dró í dag loks skýjagrámann frá sólu og veröldin öll fékk bjartara yfirbragð.
Útskrift af Western General Hospital væntanlega á morgun, þriðjudag, en þó á fyrst að taka eina röntgenmynd til viðbótar, af kviðnum í þetta skiptið. Ráðgátan um orsök þessara skyndilegu veikinda er enn óleyst - hvað varðar hitann og ógleðina að minnsta kosti - og verður líkast til áfram, en annað má kenna geislameðferðinni um. Líklegt er það taki einhverjar vikur að safna fullum kröftum á ný og hefur yðar einlæg fengið loforð fyrir því að fá allra náðarsamlegast að sjá um þvotta og þrif á heimilinu þann tíma.

Fyrir öllu er að pilturinn er nú á batavegi og það er ég alveg viss um að allar hugsendingarnar ykkar eiga þar stóran þátt. Bestu þakkir fyrir það frá prinsinum hugrakka og prinsessunni undurfögru ;o)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að sjá að prinsinn er að hressast!'Astarkveðjur frá Dýrafirðinum!Mamma

Nafnlaus sagði...

Ísafjörður gefur prinsinum 12 stig fyrir að hafa slíka matarlyst að finnast "þetta" girnilegt. prinsessan fær aftur á móti kraftaknús að eigin vali frá vinkonunni í sólinni fyrir Vestan. Eins og þú veist Villa mín þá féll stjórnin ekki en konur í NorðVestur kjördæmi féllu. Það er alveg sama hvað ég blóta mikið þetta er staðreynd og verður það nema þingkarlarnir fari að veikjast eða forfallast á annan hátt til að hleypa varakonunum að.

þva
Matta

Nafnlaus sagði...

Það er gott að vita að prinsinn er allur að hressast hvað svo sem er að valda þessu, vonandi kemur það í ljós.En allavega í fljótu bragði virðist allt er snýr beint að óhræsisdrekanum ekki vera ástæðan.Hitinn farin matrlystin komin aftur svo þetta er í rétta átt allt saman.Bið að heilsa yfir hafið æi það andar frekar köldu þessa dagana.En hafið þið það sem allra allra best og það styttist eflaust í að pakka niður og allt það fyrir heimferð á gamla Frón.Bestu Kveðjur frá Íso, Kiddý

Nafnlaus sagði...

Jæja... mér sýnist hann vera þokkalegur í útliti, miðað við aðstæður. Ég er nokkuð viss um að rófustappan gerir honum gott en hef heyrt margt misjafnt sagt um Haggis-ið. Kærar kveðjur frá mér og Dísu og megi allt sem gott er í heiminum rata ykkar leið.

Nafnlaus sagði...

Voða gott að kappinn hressist, bestu kveðjur héðan frá okkur.