Líf í árvekni: Kominn heim

þriðjudagur, 15. maí 2007

Kominn heim

Þá er Björgvin kominn heim aftur eftir fimm daga dvöl á taugalækningadeildinni - jafnlangan tíma og fyrir fjórum mánuðum - til muna betri til heilsunnar. Skottan var svo glöð að sjá pabba sinn að hún hló og söng samfellt frá því að hann kom heim þar til hún var færð úr fanginu á honum í rúmið með valdi um háttatímann.

Ekki fannst nein einhlít skýring á veikindunum, ómskoðun af lifrinni vegna hækkaðra ensíma þar leiddi ekki nokkurn skapaðan hlut í ljós (vorum spurð samtals í fjórgang hvort hann drykki áfengi í miklum mæli!) - þannig að vísast var þetta þá "bara" vírussýking ofan á harkaleg eftirköst af geislameðferðinni (eða öfugt).

En nú er líka loksins búið að röntgenmynda kjálkann og í framhaldinu eigum við von á að heyra frá sérfræðingi sem kallast maxfax hér og orðabókin kann ekkert íslenskt yfir, en það mun vera læknir sem leysir hvers kyns vandamál sem hafa með kjálka og andlitsvöðva að gera.

Búið er að fækka nokkuð úrvalinu í apótekinu nú þegar og enn minnkar að viku liðinni þegar sterarnir verða kvaddir, vonandi fyrir fullt og allt, sem og þeirra fylgipillur.

Lagði inn dálítið magn af nýlegum myndum úr hvunndeginum í albúmið - þær eru í myndasöfnunum sem merkt er apríl, maí og Bataferðalag Björgvins.

3 ummæli:

Mamma sagði...

Velkominn heim Björvin!
Gott að sjá að Prinsinn er farinn að fá matarlystina aftur.Myndirna bæði góðar og skemmtilegar!Erum að fara til Akureyrar á föstudaginn ,á Aðalfund Rauðakrossins,komum til baka á Sunnudagskvöld!'Astarkveðjur mamma.

Nafnlaus sagði...

Kvitta fyrir innlitið, Kveðja og vona að ykkur gangi vel. Oddur Árnason og co

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt að Björgvin skuli kominn heim. Við þekkjum það vel út tölvubransanum að orkök bilunar komi ekki í ljós. Gott að hann hefur það betra. Rannsóknir mínar hafa leitt í ljós að góðleiki veðurs er bara hugasástand.

Bestu kveðjur úr besta veðrinu fyrir Vestan.

Kveðja
Matta