Líf í árvekni: Pabbi pæja!

þriðjudagur, 27. febrúar 2007

Pabbi pæja!

Svo margar fínar myndir frá nýliðnum dögum að deila með ykkur að ég vissi varla hvar ég ætti að byrja. Ákvað svo að velja þessa hér til þess að geta notað ofangreinda fyrirsögn, sem er tilvitnun í Skottuna þegar hún sá föður sinn í hinum glænýja og mjög svo sportlega hjólreiðajakka.

Myndin er tekin í þann mund sem riddarinn Virgilio,* baðaður geislum febrúarsólarinnar, var rétt að leggja af stað til atlögu við drekann, þá tíundu af þrjátíu.

Næsta mynd er af óskaplega skemmtilegum mæðgum, frænkum okkar björgvinsmegin sem við hittum á laugardag og snæddum með á ítölskum restauranti á West End. Kvöddum þær pinklum hlaðin, bæði af skottufatnaði af Prinsastræti og matföngum frá Fróni. Bestu þakkir fyrir það, kæra Björg og dætur og kó!

Þriðja mynd og sú fjórða eru sömuleiðis teknar um helgina, á laugardagskvöldið, þegar Íslendingar í Skotlandi komu saman til að blóta þorrann, svona í góubyrjun. Blótið var haldið í ákaflega skemmtilegu lókali sem kallast The Lot og er til húsa á þeim gamla Grasmarkaði, sem hérlendir kalla. Kvöldið var sögulegt í lífi yðar einlægrar og eldri dótturinnar sömuleiðis; veitti heimasætunni áfengi í fyrsta skipti, keypti fyrir hana kippu af gelgjugosi svonefndu. Nóta bene, brennivínið var ekki í mínu boði heldur sendiráðs Íslands í Lundúnum (já, svona er nú farið með skattfé borgaranna!). Sé að stúlkan hefur ekki bloggað sjálf um blótið ennþá og kannski ekki nema von ;o) en get sagt bæði henni og ykkur til upplýsingar að hún dansaði tærnar af rauðu skónum sínum og tók svo duglega til sviðakjammans að ekkert var eftir nema skinin kúpan þegar daman hafði lokið sér af, ekki svo mikið sem augað skilið eftir!

Fimmta, sjötta og sjöunda mynd eru teknar í veislunni sem hér var haldin á sunnudags kvöldið í boði fyrrnefndra frænkna, sem komu færandi hendi til borgarinnar með afurðir frá Sláturfélagi Suðurlands, auk annars.
Síðasta myndin í þessu mikla myndabloggi er svo enn ein staðfestingin á lögmáli aðdráttaraflsins og sýnir það sem fimm pennía peningur síðustu færslu boðaði. Nánari upplýsingar um málið þegar ég hef séð það í kveðjuglugganum að fólk sem hér fylgist með skrifum hafi ímyndunaraflið í lagi ;o)
P.S. *Virgilio: Pilturinn mun hafa hlotið þetta nafn meðal spænskumælandi þjóða Suður-Ameríku á yngri árum, þar sem þarlendir áttu bágt með að bera fram skírnarnafn hans. Síðasta sunnudag voru einmitt liðin 20 ár frá því að haldið var í þá frægðarför í góðra vina hópi undir yfirskriftinni Hópflug Ítala.

13 ummæli:

Dave sagði...

Interpretting strictly from the pictures it seems as though a party has ensued following a large haul from a post office robbery. I am sure and I certainly hope that I have got it wrong...
Wish I could add a sensible comment but my I am struggling slightly with the language !

Dave ;)

Nafnlaus sagði...

Ákaflega fínn jakki og hjálmurinn ekki síðri.
Mjög forvitinn að heyra um alla þessa seðla!
Virgilio var 1sta hópfluga (þar sem hann átti hugmyndina að ferðalaginu um Suður-Ameríku). Hópflugurnar voru annars 5; 2. hópfluga (Palli), 3. hópfluga (Jonni), 4. hópfluga (Tobbi) og loks 5. hópfluga (Zófi).
Megi friður og velferð vera með ykkur yndislega fjölskylda hvern einasta dag.
2. hópfluga.

Nafnlaus sagði...

Þið eruð alltaf jafn glæsileg og nýi hjólajakkinn flottur.

Ég var einmitt að velta fyrir mér hvað margliti pappír þetta væri en les nú að Palli greinir þetta sem peninga, það er þá svona sem þeir líta út:)

Þetta með aðdráttaraflið er nefnilega mjög merkilegt Villa, en á meðan að aðdráttaraflið togar eða pressar okkur niður þá erum við sífellt að berjast gegn því með því að standa í fæturna. Ef við létum aðdráttaraflið ráða þá værum við sífelt marflöt á jörðinni. Það hlýtur að vera hægt að vinna eitthvað með þessa spennu sem þarna myndast... eða hvað?

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Aðdráttaraflið jarðarinnar er vissulega magnað og það sama á við um aðdráttarafl okkar sjálfra, sem við virkjum með hugsun okkar á hverjum degi, iðulega án þess að átta okkur á því. Það sem við hugsum sterkast um drögum við til okkar, og því klárlega farsælast að stýra hugsunum sínum á jákvæðar brautir ;o) Forvitnir geta litið á leyndarmálið um þetta lítt ígrundaða aðdráttarafl hér: http://thesecret.tv/home.html

Svo ítreka ég áskorunina um kenningar um hvernig allir þessir marglitu bleðlar komust á eldhúsborðið í Gilmore kastala...

Nafnlaus sagði...

Þið eruð í gróðabralli og seljið allraþjóðakvikindum stera?

Nafnlaus sagði...

Prinsinn er aldeilis flottur í nýja Jakkanum,með hjálminn og fína hjólið! Þetta er mjög dularfullt mál með marglitu bleðlana! velti því fyrir mér,varla er Hrafninn farinn að verpa pundum!!! áskil mér rétt til að velta vöngum yfir þessum leindardómi aðeins lengur! vonandi heldur lánið að leika við ykkur á öðrum sviðum líka! Eða var þetta ekki happafengur!!!Mamma

Nafnlaus sagði...

Af hverju þessir seðlar eru á borðinu...

Villa fékk loksins borgað fyrir fyrstu bókina sína...

Björgvin fann seðlana þegar hann tók til á skrifborðinu...

Þeir voru þarna þegar þið vöknuðu...

Nafnlaus sagði...

Ég get svo svarið að mig dreymdi þessa seðla. Ég fékk að sjá þá í návígi og kom þá í ljós að þetta voru úrklippur úr 70 ára gömlum íslenskum tímaritum.

Nafnlaus sagði...

Þetta er vafalaust bætur fyrir húsnæðisruglið sem varð þegar vatnið og gifsið datt niður á ykkur. Get ekki getið betur og þar er líka komin skýringin á hjálmi prinsins, það eru ekki bara gaulverjar sem hræðast þau óskóp að himininn hrinji í höfuðið á þeim.

Nafnlaus sagði...

Er ekki falinn fjársjóður í öllum kastölum þeirra skotverja og þá auðvitað í Gilmore.... :)

McHillary sagði...

Hæ darlings! Frábært að það var stuð á blótinu. Ég get ekki betur séð en ég eigi nákvæmlega eins hjólajakka og prinsinn, dömu útgáfu að sjálfsögðu. Kannski við tökum einn hjólatúr saman í jökkunum áður en maður heldur yfir hafið fyrir fullt og allt. Hef vonandi góðar fréttir eftir morgundaginn en það tilkynnist allavega hér með að Hafnarfjarðarbær er bráðum þremur öndvegis íbúum ríkari.... hitt er enn óljóst.
Þetta með seðlana er höfuðverkur...úllalla en langar að vita hvað ég þarf að gera til að skrúfa frá slíku flæði upp í Montpelier Park. Vonast eftir lausn gátunnar fljótlega.
Luv, Hilla

Nafnlaus sagði...

Hæhó héðan úr Kópavoginum
Teppið var að lenda , svona líka skínandi fínt og mjúkt :o)
Peningar í skiptum fyrir það komnir inn á reikninginn þinn Villa mín.
Ég er þvílíkt að brjóta heilann yfir þessum seðlum þarna hjá þér
en dettur fátt í hug.
Seldirðu heimasætuna á Þorrablótinu kannski?
Eða er loksins búið að selja bílinn
sem enginn keyrir?
Ég ætla að fara að leita að penníum hérna ... svo ég fari að fá svona seðlabúnt á eldhúsborðið mitt :o)
Kærleikskveðja til ykkar
p.s takk fyrir ljónagallann hennar Sunnu, Tómas ætti að fara að smellpassa í hann!

Nafnlaus sagði...

lesa allt bloggid, nokkud gott