Líf í árvekni: Við vorum á Beltane

mánudagur, 1. maí 2006

Við vorum á Beltane

Ég og stóra stelpan og frænka hennar fórum á eldhátíðina Beltane á Calton hæð í gærkvöldi. Mögnuð upplifun og ekki verra að læra á þennan hátt undir prófið í skoskri þjóðfræði 10. maí nk.

Fleiri myndir og frásögn koma eftir að ég er búin í prófinu í trúar-þjóðfræðunum síðdegis á morgun; þau sem vilja óska mér góðs gengis mega gjarnan spýta í áttina til Edinborgar...

p.s. Yfirlit um sögu páskakanínunnar og annarra fornra frjósemistákna í tengslum við vorkomu einnig væntanlegt!

1 ummæli:

McHillary sagði...

Vona að þér hafi gengið mega vel í dag! En agalegt að ég skyldi hafa misst af þessari sýningu, hlakka til að sjá fleiri myndir...
Kv. úr Bruntsfield Görðum