Líf í árvekni: Ferð til Fife og eldur á Calton Hill

miðvikudagur, 3. maí 2006

Ferð til Fife og eldur á Calton Hill


Við fórum í bíltúr yfir fjörðinn á laugardaginn og ókum með strönd Fife héraðs, á milli fiskiþorpa sem voru hvert öðru fallegra. Höfnin hér að ofan er í þorpinu Crail, sem er austast á Fife nesi. Myndir úr ferðinni er að finna á tenglinum hérna.

Og hér er svo að finna skrautlegar myndir frá sunnudagskvöldinu, teknar á Beltane eldhátíðinni sem hér er haldin árlega til þess að fagna sumarkomunni, hylla Maí drottninguna og Græna manninn og fagna því að frjósemisöflin er vöknuð af vetrardvalanum...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vildi að ég hefði vitað af þessu. Það hefði verið gaman að fara á svona eldhátíð. Svona er maður lokaður inni yfir skruddunum (fartölvunni í nútíma þýðingu) og veit hreint ekki hvað er um að vera hér í bæ. Ef ég verð hér næsta vor þá kíki ég á þetta.
Vonandi hafið þið það gott hinum megin við túnið.

kveðja,
Kolbrún of Warrender Park