Líf í árvekni: Fegurð lífsins

miðvikudagur, 10. maí 2006

Fegurð lífsins


Kirsuberjatrén í götunni okkar og meðfram göngustígunum í Meadows eru í fullum blóma. Bleik krónublöðin um allt, ilmur í lofti og sólin skín. Myndin er tekin út um stofugluggann núna eftir kvöldmatinn. Í baksýn grillir í Ednborgarkastala, sem er svo sem ekkert kastalalegur héðan frá séður, bara eins og gamalt hús með litlum gluggum.

Ég er búin í prófum. Er ekki lífið hreint undursamlegt?

3 ummæli:

Katrín sagði...

ekki þegar maður er rétt að byrja í prófum sjálfur!

McHillary sagði...

Jú, ég elska kirsuberjatrén, þau eru dásamleg eins og lífið sjálft. Ekki versnar nú tilveran við að fá sér eitt hvítvínsglas eða tvö á föstudagskveldi :-)

Nafnlaus sagði...

Halló halló.. komin í bloggsumarfrí kona? :)
Knús og kreista frá klakanum...

Auður