Líf í árvekni: Tveggja ára skotta

sunnudagur, 21. maí 2006

Tveggja ára skotta

Við héldum upp á tveggja ára afmæli Skottunnar í dag, 21. maí. Mamman bakaði eplaköku og pabbinn þessa glæsilegu súkkulaðiköku, Hildur vinkona og Gísli komu í afmælið, Skottan eignaðist Skjóna, vöggu fyrir ,,Baddnið", fullt af fötum, Bangsímon og fleira fínt frá ættingjum og vinum.

N.B. Myndasyrpa frá afmælisdeginum er nýkomin inn á fjölskyldualbúmið.

Mamman og pabbinn gáfu reiðskjótanum nafnið Skjóni, stóra systir vill að hann heiti Skinfaxi - en hvað hét nú aftur hesturinn hans Lukku-Láka?

Það er fínt að hvíla lúin bein á stofugólfinu að afloknum viðburðaríkum afmælisdegi...

6 ummæli:

mamma sagði...

Jæja nú er að reyna einu sinni enn!Til hamingju með afmæli Skottunnar! Fínar myndir!!!ÁSTARKVEÐJUR MAMMA OG PABBI:

Villa sagði...

Takk, mamma mín, gaman að heyra aftur frá ykkur - var farin að óttast að öllum væri sama um okkur heima á Fróni ;o)
En svo var það bara ótætis tölvan með einhver uppátæki. Nú fer ég að skrifa eitthvað spaklegt fljótlega, úr því að áheyrendur eru mættir á svæðið á ný :)

Villa sagði...

Svo vildi ég líka segja við þá vini sem hér kynnu að reka inn nefið og eru búsettir í Finnlandi: Til hamingju, Finnland!!!
(En Silvía Nótt var samt gegt töff líka og vantaði bara pínusmáfleiri atkvæði upp á að komast í úrslitin!)

Auður Lilja sagði...

Innilega til hamingju með skottuna elsku þið öll!
Knúskveðja
Auður Lilja

tapio sagði...

Til hamingju með Skottuna og hafiði það sem best!
Og takk fyrir að samgleðjast okkur, loksins sem Finnar vinna þá eru það tröllin sem fara með sigur af hólmi... Bæjarstjórnin í Rovaniemi fyrir norðan, þar sem Lordi á heima, ætlar að nefna torg á höfði hans!
en annars, heitir fákurinn hans Lúkku-Láka ekki Jolly Jumper?

Ljúfa sagði...

Það er náttúrulega ekki hægt að láta þessari spurningu ósvarað. Léttféti hét hans fákur.

Til hamingju með báðar skotturnar!