
Af veðurfari hér í Eiðinaborg er það hins vegar að frétta að hitastigið er þetta á bilinu sex til níu gráður, stundum rignir dálítið og stundum skín sól í heiði skamma stund, og við erum eiginlega farin að undrast þennan skort á vetri í landi Betu drottningar eftir heimsendaspár veðurfræðinga í haust um að framundan væri kaldasti vetur í þrjá áratugi. Það á kannski eftir að skila sér frostið... en það er allt í lagi því við eigum hlýjar lopapeysur og þykka sokka prjónaða úr íslenskri ull og kærleika að heiman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli