Líf í árvekni: Enn sefur drekinn!

fimmtudagur, 2. október 2008

Enn sefur drekinn!

Í gær fór Minn heittelskaði í segulómunarmyndatöku á heila til þess að líta mætti til með drekanum og í morgun fengum við niðurstöðurnar frá Jakobi Jóh. krabbameinslækni: Tíðindin eins góð og þau geta orðið, engar breytingar sjást á æxlinu sem gæfu til kynna að það væri komið af stað aftur, allt sem sé við það sama og fyrir hálfu ári, við síðustu myndatöku og drekinn steinsefur sem fastast undir geislabaugnum sem hlaðið var yfir hann í geislameðferðinni í Edinborg í fyrravor.

Við erum því létt í lund í dag hvað svo sem kreppu líður og svifi krónunnar um geiminn; merkilegt í rauninni hvað stór mál geta orðið smá þegar hlutirnir eru settir í nýtt samhengi.

Ég hef að undanförnu hugsað mikið til hennar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem nýlega gekkst undir heilaskurðaðgerð í New York og til fjölskyldu hennar og vil senda út í eterinn með þessum línum kærleikskveðju og bestu óskir til hennar um góðan bata.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mætti segja mér að biðin hafi verið erfið.
Sendi mínar stærstu hamingjuóskir með niðurstöðurnar.
frá Sólveigu

Nafnlaus sagði...

Gleði fréttir! Astarkveðjur Mamma

Hildur Sig sagði...

Hæ elsku Villa.
Gaman að heyra þessar góðu fréttir í þessari annars skrítnu viku.
Innilega til hamingju með þetta! og bestu kveðjur á Hallveigarstíginn...

Inga María sagði...

Frábært...frábært..knús á línuna.

Gunni sagði...

Ljómandi fréttir systa. Bið að heilsa fáfnisbana..

Guðrún Erla sagði...

hæ hæ, og til hamingju með góðu fréttirnar. Þórir fer í skann 16. okt og vonandi fáum við sömu góðu fréttir. Ég ætla svo að hlaupa í Chicago borg á sunnudaginn með það markmið að hjálpa baráttunni viuð að bana þessum leiðinda sjúkdómi.
Bestu kveðjur úr USA
Guðrún Erla og co

Kolbrún Hlín sagði...

Góðar fréttir, kveðja úr Barmahlíðinni.

Matthildur sagði...

Til hamingju með þessar fréttir. Hvurnig er það sefur bloggarinn líka?
þva
Matta