En það er allt í lagi, við fylgjumst bara með þessum og svo beðinu hér til hægri sem er í bakgarði við Bergstaðastræti og könnum málið í hvert sinn sem gengið er til leikskólans; þarna er dálítill snjór ennþá en hann gefur sig næst þegar rignir og þess er varla langt að bíða, trúi ég.
Makalaust hvað lundin verður léttari þegar kona sér að veturinn er að láta undan síga; orðið bjart um kvöldmatarleytið og vorið rétt handan við hornið!
Í dag bauð tilvonandi fermingardrengurinn okkar í vöfflukaffi ásamt með þremur fermingarfræðslusystrum sínum og presti í Kvennakirkjunni á Laugaveginum og svo fengum við páskaegg í eftirmat, með málsháttum (sem voru reyndar ekkert málsháttalegir, meira svona eins og ráðleggingar úr ,,Láttu ekki smámálin ergja þig" og vantaði alveg stuðlana).
Lífið er gott.
P.S. Einn besti málshátturinn sem ég hef heyrt er: Oft kemur málsháttur úr páskaeggi. Skora á lesendur að gera betur.
4 ummæli:
Sæl flotta skvísa, alltaf skemtilegt að lesa bloggið þitt.
Ætluðum við að vera samfó í messuna í Kópavogskirkju á sunnudaginn? Endilega bjallaðu í mig. Bestu kveðjur, Lóa
I was in Iceland two years ago. It is wonderfull, straordinay country, beautiful landscape.
See you from Italy
Sjandnar kemur blogg er semur kona sögur.
Sjaldan kemur almennilegur málsháttur með stuðlum úr páskaeggi nútildags.
Skrifa ummæli