Líf í árvekni: Stararnir

sunnudagur, 9. mars 2008

Stararnir

Góð vinkona mín segir að það komi sér alltaf í gott skap að sjá og heyra í störunum. Svona var útsýnið út um gluggann á Herberginu Mínu í gær í góða stund og fuglasöngurinn fagur og hljómmikill. En síðan ákváðu þeir allir sem einn að hverfa á braut og himinninn dökknaði af fuglaskýi sem færðist yfir hann eins og einn hugur væri við stjórn. Kom mér til að hugsa. Skyldi það kannski vera þannig?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvort sé einn hugur sem stjórnar fuglaskara... eigi veit ég það. Hef orðið var við sama fyrirbæri, hvernig fuglarnir haga sér stundum. Nú er að koma vor og fuglar, þá er gaman.

McHillary sagði...

Hæ kæran mín.
Takk fyrir síðast, þetta var nærandi hittingur.
Yndislegt vor í lofti í dag, kannski borðum við bara saman úti næst?? eða er það of mikil bjartsýni...