Líf í árvekni: Sjúkked!

miðvikudagur, 2. janúar 2008

Sjúkked!

Árið 2008 byrjar aldeilis vel hjá fjölskyldunni á Hallveigarstígnum; Minn heittelskaði fékk fulla skoðun hjá krabbameinslækninum í dag! Ný segulómunarmynd sýnir að heilaæxlið er alveg óbreytt frá síðustu myndatöku fyrir þremur mánuðum, enginn vöxtur í gangi, allt í góðu og næsta skoðun í aprílbyrjun. Drekinn er sem sagt enn í algjöru roti eftir skurðaðgerðina fyrir tæpu ári og geislameðferð í febrúar/mars.

Yðar einlæg hefur jafnframt komist að því að ekki er berdreymni fyrir að fara í hennar eigin kolli, ekki einu sinni um þann dulmagnaða tíma áramótin.

Við ætlum að halda upp á daginn með dálitlu sem er leyndarmál þangað til á morgun ,,aþþí aþþí aþþí" (mikið notað orðalag hjá Skottunni þessa dagana) að það er svo gaman að eiga lítið leyndarmál ;o) En ég lofa því að það kemur mynd af því hér á síðuna jafnskjótt og færi gefst...

Gleðilegt ár öllsömul og ástarþakkir fyrir góðar kveðjur, hlýhug og stuðning á nýliðnu ári.
P.S. Myndin efst er tekin við gamlárs/nýársbrennuna við Ægissíðu í gærkvöldi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Yndislegar fréttir!!! Hlakka til að sjá myndina af Leyndar málinu.Kærleiks og knúskveðjur .Mammaog pabbi.

Katrín sagði...

hurru nu mig maman, nu verdurdu ad lata MIG vita hvad tetta leyndo er! svo er min bara farin ad sakna tin svolitid sko, komin taep VIKA fra tvi vid saumst og heyrdumst seinast! og hey, tu heimtadir trju simanumer, en ekkert hefur heyrst i ter, seiseisei.

knusknus til allra!

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár og yndislegt að drekinn sé enn í roti og verður það vonandi sem allra, allra lengst. Hef fylgst með ykkur á blogginu þínu. Gangi ykkur vel. Kv. Soffía

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með drekarotið. Megi sá ári aldrei vakna eða vera til leiðinda. Ég hlakka mikið til að sjá mynd af leyndarmálinu, gæti best trúað að það verði ykkur til mikillar gleði.
þva
Matta

Alda sagði...

Til hamingju með þessar dásamlegu fréttir!

Nafnlaus sagði...

til lukku með fréttirnar, krossum fingur fyrir sömu niðurstöðu í næstu viku.
Bestu kveðjur,
Ameríkugengið

Nafnlaus sagði...

Kæra fjölskylda!
Tek undir hamingjuóskir yfir góðu fréttunum af heilsufari bónda. Hef litið hér inn af og til þegar mig langar að lesa kjarngóða íslensku - dýrfirsku, en við Kata vinkona mín á Þingeyri skiftumst á fréttum af börnum vorum, og þá heyrði ég fyrst af drekaófétinu. lít oft á myndirnar hans Dadda - það er eins og að ferðast í huganum vestur á bóginn - við höfum notið gestrisni fólksins í Aðalstræti 39 og gist í "forsetasvítunni" - það var frábært.
Kveðja Vala og Gunnar