Líf í árvekni: Klausturferð

mánudagur, 12. nóvember 2007

Klausturferð

Fórum heiðurshjónin á Kirkjubæjarklaustur í vikunni - (yðar einlæg að tala þar um brúðirnar Krists í Kirkjubæ fyrir 650 árum á ráðstefnu Kirkjubæjarstofu) - og fengum svona líka úrval af veðurfari á leiðinni. Eftir rigningu og drunga að Vík tók við hvít jörð og fegurðin ríkti ein, við stórkostlegan söng Paul Potts, fyrrum farsímasölumanns og hæfileikaríkasta tenórs Breta um þessar mundir. Systrafoss ofan við Klaustur í klakaböndum.

Á heimleiðinni tók dulúðin völdin yfir sandana - sagnaymur í þokunni og álfar í hverjum kletti.
Eyðisandarnir svartir og kaldir og sjóblautir draugar á sveimi yfir.
Svo létti til þegar vestar dró, skýjaslæðurnar viku undan og sólin lýsti upp fjöllin.

Er þetta ekki alveg makalaust land?

2 ummæli:

Gunni sagði...

Enda verður það sótt heim í sumar...

Gunni sagði...

Það er að segja þetta makalausa land. Veit einhver um íbúð og 7 manna bíl sem hægt væri að leigja í 3 vikur í júni/júli eða skipta á samsvarandi í Tromsö í Noregi?