
,,Sunnudaginn 25. nóvember og þriðjudaginn 27. nóvember munu Háskólakórinn og Ungfónía halda saman tónleika í Langholtskirkju og byrja þeir klukkan 20:00 bæði kvöld. Flutt verður stórfenglegt kórverk eftir Ludwig van Beethoven , sem nefnist á tónlistarmáli Messa í C-dúr, Op. 86. Á mannamáli kallast þetta einfaldlega Snilld, eða Fegurð skilgreind í formi tónlistar. Ég get lofað því að einhverjir munu finna fyrir gæsahúð! Miðaverð í forsölu er 500 kr fyrir nema og 1.000 kr fyrir aðra en við dyrnar kostar 1.000 kr fyrir nema og 1500 kr fyrir aðra. Miða í forsölu er hægt að nálgast hjá fólki úr Ungfóníunni og kórmeðlimum - mér (Katrínu) það er að segja."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli