Líf í árvekni: Um netskrif

mánudagur, 27. ágúst 2007

Um netskrif

Maðurinn minn hafði á orði í dag að færslan mín síðasta væri ógnarlöng. Það er alveg rétt hjá honum. Ég ætti að skrifa mikið oftar og minna í senn, fólk náttlega sofnar bara oní þessar langlokur mínar og er þá ekki vakandi í pistillok til að kvitta fyrir innlitið - nema auðvitað Palli sem minn heittelskaði segir að lesi hraðar en allir sem hann þekki.

Ég lofa bót og betrun og til að bæta úr skák set ég hér inn tilvísun á naumhyggjunetskrif* dauðans sem ég dáist mjög að og les reglulega. Snilldarpenni þar á ferð.

P.S. Myndin kemur þessu máli ekkert við en hún sýnir hvað við hér í Reykjavíkinni erum siðsamt fólk... sum hver a.m.k.
*Ég vek athygli á því að ég tala nú um netskrif en ekki blogg sem sýnir að ósýnilegar uppreisnir geta haft áhrif. Sjá færslu á ofangreindri síðu undir fyrirsögninni Tímamót.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Færslan er aldrei of löng en tíminn kann að vera og lítill hjá einhverjum.
þva
Matta

Sem ætlar í dag í berjamó að tína aðalbláber.

Nafnlaus sagði...

Ég er líka rosalega fljót að lesa og hlakka til að sjá góða langloku í hvert sinn sem ég lít við!
Kærleikskveðja

McHillary sagði...

Frábær pistillinn um laun og úngling í skógi!! Ég er Tjalli í hjarta og spyr aldrei um laun, ég vil bara vera glöð og hitta skemmtilegt fólk. Talandi um það...hvenær eigum við að hittast næst mín kæra??
Annars, hvatning hérna megin: Meiri löng skrif!

Katrín sagði...

pfft, ekkert of löng færlsa! þú færð aldrei toppað mig; metið mitt er í kringum 5000 orð...

Katrín sagði...

p.s. vildi svo bara benda á að ég er í raun ekki "Heimasætan" lengur! í bili þ.e....

Nafnlaus sagði...

því lengri pistlar því meira græði ég, því þegar ég les pistlana þína finnst mér sem og ég sé stödd í miðri ævintýralegri skáldsögu, og það alveg fríkeypis!
Kann bara ekki við að kvitta of oft, svona ókunnug eins og ég er - vill nú ekki vera einhver stalker.

Góðar kveðjur til ykkar,
Dísa ókunnuga

Nafnlaus sagði...

Það er sko ekki hægt að sofna yfir skrifunum þínum Villa mín, þú ert svo frábær penni.
Bestu kveðjur úr Mosó, (eigum við ekki að reyna að hóa saman stelpunum við tækifæri, hvað segir þú við því. Kveðja Gerður.

Helga Sigurrós Bergsdóttir sagði...

Ég er greinilega svona bloggfíkill því ég les allt, líka langar langlokur. Skrifa stundum sjálf.
kv frænka Helga B