Líf í árvekni: Bleik og græn

mánudagur, 23. apríl 2007

Bleik og græn

Ég skynja það á ríkjandi vindátt í tilsvaraglugganum að minn heittelskaði hafi haft rétt fyrir sér í því að ekki væri vert að blanda pólitík í pistlana mína; bið forláts þar á en hef mér til afsökunar að í dag, 23. apríl, er kjördagur okkar í fjölskyldunni.

Síðdegis munum við skunda niður á Drottningarstræti til Cameron konsúls, og nýta okkur réttinn til að hafa áhrif á gang mála í lýðveldinu Íslandi næstu fjögur árin. Þannig að það er sem sagt einmitt "korter í (utankjörstaða) kosningar" eins og einhverjum varð að orði ;o) Skotar ganga sjálfir að kjörborði eftir fáa daga, 3. maí ef ég man rétt, og Sir Sean Connery búinn að lofa að flytja heim úr karabíska hafinu ef þeir kjósa SNP, skoska þjóðarflokkinn, sem vill sjálfstætt Skotland.

Til að bæta úr skák fyrir æðruleysis missinn í péessi síðustu færslu - og árétta þá afstöðu að hafa skuli hugann við það sem næst honum er - þá skreyti ég hér með myndum úr sunnudagsgönguferð okkar um Meadows og suðurbæinn.
Eins og sjá má eru ríkjandi litir bleikir og grænir, sem gæti reyndar vísað til stjórnmálaskoðana yðar einlægrar, en látum það liggja á milli hluta ;o) Myndasyrpa úr labbitúrnum er hér.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að kíkja hér inn, vildi svo gjarnan að ég hefði komist út með stelpunum, en .... eitthvað verður mann að vera heima hjá sér, ekki satt.....

Auður Lilja sagði...

Smá kvitt fyrir innlitið, vona að þú hafir kosið rétt kona :o)
Kærleikskveðja frá okkur öllum hérna í Fífulindinni

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera laus við útsvarið frá kánsilinu :) við erum einmitt að fara að hitta konsúlinn á mánudaginn, vonandi verður það árangursríkt.

Já, þau eru yndisleg kirsuberjatréin á Meadows og flottar myndirnar, auðvelt að missa sig með myndavélina þar.

Vonandi hafið þið það gott í skoska vorinu :)
Bestu kveðjur frá Blantyre Terrace
Magga, Arnar og hlaupabólustubbur

Mamma sagði...

Elsku Villa mín, þegar eg sagði ekki meiri pólitík ,þá átti eg við sjálfa mig en ekki þig!!!Frábærar myndir,vildi vera komin snöggvast til ykkar í frábært kaffi hjá tengdasyninum!'Astarkveðjur mamma.

McHillary sagði...

OOOOOOO, ég elska kirsuberjatrén!!!!!! Ó gvuð hvað ég væri til í að koma yfir núna bara svona simmsalabimm og labba eins og einu sinni í gegnum Meadows. Endilega haltu áfram að dæla inn myndum úr skoska vorinu til að næra mig hérna megin við hafið. Labba núna í vinnuna á morgni hverjum og mæti ekki kjafti!! Eitthvað annað en þegar maður skundaði niður Lothian Road á morgnana með fjöldanum.
En finnst ennþá pínulítið eins og ég sé bara í fríi og eigi eftir að fara 'heim'. En græn og bleik segirðu, hummmmm, doldið sterk vísbending mín kæra.
Sakna þín.
Luv, Hilla

Kolbrún sagði...

Já grænt og bleikt... hlakka mikið til að koma með pítusósuna til ykkar og þiggja latte hjá ykkur Gilmore Girls og Guy.

Hlíða-Kolbrún

Nafnlaus sagði...

Alltaf gott að líta hér inn. Að vanda eru skrif þín frábær. Láttu það samt vera að biðja afsökunar á því að hafa viðrað skoðanir þínar.

Kveðja
Matta