Líf í árvekni: Hinn kosmíski dans og kvarkarnir

föstudagur, 23. mars 2007

Hinn kosmíski dans og kvarkarnir

Hef lengi haft á áætlun að bæta við á heimilisaltarið að minnsta kosti einni táknmynd hindúasiðar, en þar eru fyrir fulltrúar flestra greina kristinnar trúar, bæði austrænnar og vestrænnar, sem og búddisma.

Einhverjum kann að þykja þéttskipað þarna í hillunum en að mínu viti er engin ein aðferð til að nálgast hinn æðri mátt betri eða verri en önnur og því um að gera að efla með sér og virkja vitundina um almættið á sem flesta vegu. Á raunar einnig eftir að útvega mér tákn tengd fornri trú norrænni sem og Múhameð spámanni.

Eftir nokkrar spekúlasjónir í lítilli skosk-indverskri búð við Bruntsfield Place varð þessi litla stytta af Shiva fyrir valinu, mest af því að mér fannst hún svo ,,týpísk“ fyrir hindúatrú en ekki af því að ég vissi nokkurn skapaðan hlut hvað hún merkti.

Fletti henni svo upp á netinu og komst að svo ákaflega mörgu að það er of langt mál að rekja það allt saman hér, enda styttan hlaðin frumspekilegum táknum sem lesa má um hér.

Verð þó að geta þess að auk annars tengist þessi stytta tilurð veraldarvefsins, höfundi The Da Vinci Code og stærstu rannsóknarstofu heims í skammtafræði.

Þessi ímynd af Shiva í kosmískum dansi, umluktum eldslogum, er kölluð Nataraja og kom að sögn Wikipediu hinnar alvitru fram á 10. öld á tímum Chola konungsættarinnar á Suður-Indlandi. Hún er oft sögð æðsta birtingarmynd hindúalistar, hvorki meira né minna. Hinn dansandi Shiva er hin fullkomna persónugerving hins síkvika alheims í allri sinni dýrð, sköpunarkrafts hans og eyðingarmátts; alls þess sem býr handan við blekkinguna sem vér dauðlegar manneskjur lifum í:

,,Within Lord Shiva's dancing manifestation is represented not only all of time and space, but also the primal creative force that is beyond the circle of illusion that mortals live within, all movement and vibration of the universe, and the stillness beyond all existence. The entire form of Nataraja can be seen to mirror the Hindu sacred syllable Aum, thus implying that Lord Shiva's dance of Destruction and Creation is contained within the existential principle of the Divine Sound.“

Í dansi sínum sameinar Shiva allt sem er, segir Fridtjof Capra í bók sinni The Tao of Physics, en hann lýsti því fyrstur manna hvernig hinn kosmíski dans Shiva samsvarar síkvikum dansi kvarkanna, smæstu efniseininga alheimsins, sem fjallað er um í skammtafræðinni:

"Modern physics has shown that the rhythm of creation and destruction is not only manifest in the turn of the seasons and in the birth and death of all living creatures, but is also the very essence of inorganic matter... For the modern physicists, then, Shiva's dance is the dance of subatomic matter... Hundreds of years ago, Indian artists created visual images of dancing Shivas in a beautiful series of bronzes. In our time, physicists have used the most advanced technology to portray the patterns of the cosmic dance. The metaphor of the cosmic dance thus unifies ancient mythology, religious art and modern physics."

Og af þessum vísu orðum er tilkomin tveggja metra há stytta af Nataraja utan við höfuðstöðvar CERN í Genf, sem er baksvið einnar af skáldsögum Dan Brown, Angels and Demons. Hjá þessarri stofnun varð veraldarvefurinn, sem gerir ykkur kleift að lesa þessi orð, til fyrir tæpum sautján árum.

Verðugri fulltrúi æðri máttar þeirra tæplega þúsund milljóna sem fylgja hindúasið en hinn dansandi Shiva er líklega vandfundinn á altarið, auk þess sem styttan af Nataraja minnir mig nú ekki aðeins á almættið heldur einnig ykkur öll sem lesið þessi orð, fyrir tilstuðlan snillinganna hjá CERN. Bestu þakkir öll sömun, fyrir innlitið :o)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er nú gott að þetta geislastríð er að styttast, og vonandi verður drekinn vita máttlaus eftir þetta og krælir ekki á sér meir.Vona svo að Þrek og almenn heilsa komi til baka sem fyrst.Gott að vita að þið ætlið að koma heim á klakan aftur og vera nær ættingjum og vinum.Bestu baráttukeðjur áfram í stíðinu við drekann. P.S.Villa takk fyrir símtalið það var ánægjulegt.Bið að heilsa báðum skottunum kveðja Kiddý

Nafnlaus sagði...

Mjög athyglisverðar pælingar, ég hef þó mjög ákveðnar skoðanir varðandi Hindúisma sem ég ætla ekki að reifa hér (síðast misti ég mig algerlega).

Það gæti orðið nokkuð erfitt að nálgast táknmyndir tengdar Múhameð spámanni þar sem slíkt er bæði bannað í Íslam og tilraunir til að búa slíkt til ávísun á vandræði. Það eru þó til innrömmuð vers úr kóraninum sem mega prýða hillur manna.

Það er gott að lesa að geisla meðferðin er senn á enda og við biðjum fyrir árangrinum hér á þessum bæ. Þó að ég stundi kannski ekki skipulagt bænahald um þessar mundir þá nota ég þá aðferð sem strákurinn notaði forðum á kirkjutröppunum; prestur nokkur á leið framhjá tröppum kirkju sinnar og sá þá ungan dreng sitja þar. Presturinn sá að drengurinn hafði spenntar greypar og heyrði ekki betur en að drengurinn þyldi stafrófið í sífellu. Presturinn varð að vonum forvitin og spurði stráksa hvað þetta ætti nú að þíða og hvort hann kynni nú ekki einhverjar almennilegar bænir. Strákurinn leit upp og sagði að þess þyrfti nú ekki, það nægði að þylja stafina upp, því Guð myndi síðan raða þeim saman

Nafnlaus sagði...

Hvatningar og barattukvejur fra Canari! heimferd 27 mars , vonum ad ykkur lidi vel . Mamma

Nafnlaus sagði...

Bara hlekkir í dag, annar á allt rugið i Dan Brown - tónn í farsíma og svoleiðis "tyrkjar"

http://www.bookmistakes.com/book5675

og hinn í myndir sem setja má á hillu:

http://www.magazinet.no/bilder/_muhammed_faksimile_middels.jpg


Vel gert af Björgvin að þeysast þetta á hjólhestinum!

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Kiddý: Bestu þakkir sömuleiðis og aftur til hamingju með drenginn yndislega, sá myndirnar af honum hjá heimasætunni og verkjaði í hjartað yfir kraftaerki lífsins.

Mamma&pabbi: Munið að taka sólskinið með ykkur heim á morgun!

Guðmundur: Það er alltaf langskemmtilegast þegar þú missir þig, þannig að það er alveg óhætt. Varðandi Múhameð og kó þá er ég búin að finna vefverslun með afar falleg bænateppi, talnabönd, slæður og skrautskriftir af nafni guðs svo að það er um nóg að velja.

Gunni: Gat ekki opnað seinni hlekkinn en fann út með því að lesa hinn til enda (og fletta í Wikipediu) að líkast til er ég það sem kallast á útlensku pantheist eða algyðistrúar...!

Nafnlaus sagði...

Buin ad pakka!!!vonum ad solskinid komi med!hringjum thegar vid komum heim!Astarkvedjur mamma og pabbi!

Nafnlaus sagði...

þú finnur það með að googla "muhammed karikaturerne" hinar ekki ófrægu skopmyndir af "þeim sem má ekki mynda" og það er ekki Lord Voldemort.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð.
Gangi ykkur vel og allt það! Nýtt barnabarn fæddist 24. mars sl. 16 merkur. Stúlkubarn við góða heilsu sem fengið hefur nafnið Lára Björg.
Bestu kveðjur frá Möttu ömmu á Ísafirði.