Líf í árvekni: Loksins snjóaði...

fimmtudagur, 8. febrúar 2007

Loksins snjóaði...

Búin að bíða síðan haust eftir tækifæri til þess að nota þessa mynd af skoskri hálandakú á kafi í snjó. Er hún ekki yndisleg?! Ef ég væri skoskur bóndi myndi ég eingöngu búa með hálandakýr. Í gærmorgun snjóaði sem sagt í fyrsta skipti í vetur hér í Edinborg og kominn tími til.

Skottan var að vonum ákaflega glöð og ætlaði ekki að geta slitið sig frá útsýninu út í bakgarðinn. Jafnskjótt og hún var komin út reyndi hún að hafa hendur á þessu skrítna hvíta teppi sem fyrr en varði raknaði upp og var því miður barasta alveg horfið um hádegisbilið. Stutt gaman það...
Eftir hádegið, þegar sú stutta var farin á leikskólann, héldum við hjónakornin í bæinn í veiðiferð og fundum okkur blandara til þess að útbúa orkudrykki úr ávöxtum, jógúrt og þvílíku fyrir prinsinn.
Í dag eru fjórar vikur frá því að hann gekkst undir uppskurðinn og að vonum eru afköstin ekki orðin alveg jafnmikil og áður og orkan fljót að klárast þegar tekíð er á því.

Þar sem viðbúið er að geislameðferðin sem er framundan reyni enn á kraftana er ekki um annað að ræða en leita leiða til að auka piltinum orku. Orkugefandi uppskriftir eru því velkomnar í kveðjugluggann ;o)

Oní bæ var okkur til óvæntrar ánægju svona líka skemmtilegur markaður, básarnir frá ýmsum löndum, en þessi sem hafði allt þetta óhemjuúrval af föddsi í boði var víst áræðanlega skoskur!

9 ummæli:

Hrafnhildur Halldórsd. sagði...

Elsku vilborg mín og fjölskylda ,
rakst á bloggið þitt fyrir tilviljun. Þetta líf er ótrúlegt og það sem sumir þurfa að ganga í gegnum er lyginni líkast. Ég þekki manninn þinn ekki neitt en ég bið samt að heilsa honum og ykkur og gangi ykkur vel í baráttunni og ég er ekki í nokkrum vafa um að annað en þetta eigi eftir að ganga vel. Héðan frá Rás 2 er allt við hið sama Lísa situr á næsta borði við mig þrátt fyrir að vera að vinna á Rás 1 kaffið er ennþá jafnvont og það var.
Bestu kveðjur
Hrafnhildur á rás 2

gudmundur sagði...

Ég vill gjarnan fá að koma með innlegg í umræðuna frá 7 febrúar blogginu, bið ykkur að afsaka lengd textans en þetta er mér mikið hjartans mál.

Ég hélt að Lao Tzu væri höfundur þessara undarlegu fullyrðingar sem lýsir þessum austurlanda-spekingaum betur en nokkuð annað ; “One who knows does not speak; one who speaks does not know.” virkilega heimskulegt.

Þetta segir manni að nýfædd börn eru alvitur, þar sem þau kunna ekki að tala svo ekki sé minnst á málleysingja, þeir ættu að geta leyst lífsgátuna.

Fyrir utan það þá er málflutningur eitt af grundvallar þáttur í framförum mannsins bæði andlega og tæknilega, því ekki nema von að sumir þessir spekingar sé vart komnir út úr moldarkofanum þar sem þeir hafa hringsnúist um sjálfa sig í mörg hundruð ár.

Sannleikurinn er sá að þessir spekingar, hvort sem þeir heita Lao Tzu, eða Dalai Lama eða LongGoneBy eru leifar af ævagömlum valdastrúktur og einræðiskúgunar-hyggju sem þeir voru sviptir með tilkomu vinnandi og hugsandi fólks. Beri þið bara saman Tíbet á valdatíma Lamana og nú undir Kínverjum. Á valdatíma Lamana var samfélaginu og fólkinu haldið í heljargreipum fáfræði og ótta og kúgunar þar sem þeirra eina markmið var að þjóna þessum misfeitu munkum. Það var almennur sultur viðvarandi, og ekkert mennta eða heilbrigðiskerfi, nema fyrir þá sem gátu setið á rassgatinu allan daginn og kyrjað tóma steypu.

Í dag er almenn skólaskylda fyrir bæði kyn, heilbrigðisþjónusta og bændur hafa fengið lönd sín aftur. Þetta myndi Dalai Lama afnema um leið og hann kæmist til valda því samkvæmt karma er hann nokk betri en þessir bændadurgar sem hafa ekkert betra að gera en að þjóna honum til borðs og sængur.

Ég hallast hinsvegar að einfaldari skýringu á þessari speki Tao Te Ching, hann hefur átt leiðinlega félaga sem alltaf voru símalandi og því slegið þessu fram til að þagga niður í þeim... mjög praktískt og afar skiljanlegt. Síðan hafa náttúrulega allir í kringum hann tekið þetta upp með þeim afleiðingum að engin hefur þorað að segja aukatekið orð í mörghundruð ár af ótta við að vera álitin vanþroska. Eða eins og Kalli frændi myndi segja “hann hlýtur að hafa átt leiðilega konu.”

Það er hinsvegar allt annað uppá teningnum hvað varðar fingurinn og tunglið; "It is lika a finger pointing at the moon; Do not look at the finger or you will miss all that heavenly glory" Eins og Páll bendir réttilega á.

Þetta er djúp speki og afar praktísk. Því miður er ekki fyrir nema þrautþjálfaða og andlega velþroskaða KIMEWASA menn að skilja þetta, en þetta þíðir í grunvallaratriðum að þú eigir ekki að stara í gaupnir þér annars færðu á kjaftinn.. en það voru einmitt þau mistök sem markir af æruverðugum andstæðingum okkar KIMEWAZA manna gerðu, og greiddu fyrir dýru verði, þó stundum færi allt úrskeiðis, samanber sérþekkingu á glóðaraugum.

En allavega, afsakið að hafa troðið þessum skoðunum uppá ykkur, en ég missti mig þarna um tíma...

Þórarna sagði...

Hæ Vilborg.
Þar sem þú biður um ráð vil ég senda þér leið til að fjölga drápsfrumum líkamans (killer cells), sem eru mikilvægur hluti varnarkerfisins. Hlátur, Astragalus, Echinacea og Colostrum reyndust fjölga þessum frumum hjá sjúklingum. Þú getur fundið mikið um "killer cells" á netinu. Baráttukveðjur,
Tóta
Ps. Engifer og chilli líka.

Nafnlaus sagði...

Hér kemur uppskriftin af því hollasta sem ég borða, og það er einmitt búið til í svona blender:
Jógurt m. kannski e-u vægu bragði(eða vanilluskyr) ásamt mikið af frosnum blönduðum berjum (skógarber, hindber, rifsber og hvaðeina sem hægt er að finna í frystikistunum í stórmörkuðunum) 1 pera og nokkrir klakar. Þessu er blandað saman og úr verður eins sá allra besti drykkur sem ég hef smakkað.

Hollari verð ég ekki, gangi ykkur vel. kv. Bryndís í þjóðfræðinni.

McHillary sagði...

Hæ elskurnar.
Láttu hann nú drekka nóg af te-i Villa mín, nóg er til að Yogi teinu hér út um allt. Keypti mér einmitt blandara um daginn en er ekkert farinn að blanda, hummm maður ætti kannski að fara að byrja. Geri það eftir helgi, fyrst ætla ég á nammmmibarinn niðrí í bæ!! Þvílík dásemdarsjón. Jummmmí, lakkrískonfektið sem þeir selja er það besta á byggðu bóli og hér talar manneskja hokin af reynslu í lakkrísáti. Heyrumst endilega um helgina.
Lov,
Hilla

Nafnlaus sagði...

Kæra Vilborg - ég er gömul Al-Anon kerla að vestan. Var rauðhærð - síðhærð þá. Jarphærð - stutthærð í dag.

Kjötsúpa gefur orku..

Matthew Manning breskur heilari hefur gefið út firna gott heilunarefni -. Slökun, hugarró og ekki síst hvernig berjast skal huglægt - t.d. Why worry - Fighting back og margt fleira.
Hef nýtt mér þetta efni eingöngu til góðs í tæp 4 ár.

Þið finnið margt um þetta á netinu.

Ef þið viljið vita meira frá mér - þá er netfangið ingibjor@gmail.com

Gangi ykkur sem allra, alla best.
Ingibjörg

mamma sagði...

Það er nú ekki svona mikill snjór hjá okkur!Vona að ykkur gangi nú allt í haginn á næstunni!En eg segi nú eins konan Kjötsúpan er fínnn orkugjafi!!!Súkkulaði með kaffinu á eftir!'Astarveðjur !Mamma

Nafnlaus sagði...

Sæl,

Þekki ykkur ekki neitt - en frétti að þið væruð að leita að sniðugum orkudrykkjum og öðrum skemmtilegum uppskriftum. Má til með að benda ykkur á mjög fróðlega síðu sem er:
www.cafesigrun.com - (orkudrykkir eru undir "hitt og þetta" ég er viss um að þið finnið þar eitthvað við ykkar hæfi.
Gangi ykkur vel,
Kveðja frá einni ókunnugri

Steina sagði...

Jú það snjóaði líka hér í London á miðvikudaginn þó að engar séu kýrnar sjáanlegar og aftur komið vorveður! Ég dáist að ykkur að virðast alltaf geta séð jákvæðu hliðarnar á tilverunni þó svo að hinar virðist vera svo miklu augljósari þessa dagana. Gangi ykkur vel í orkuleitinni – ég vildi að ég gæti bara mælt með góðum latte en það er víst skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn...

Bestu kveðjur