Líf í árvekni: Kominn heim!

þriðjudagur, 16. janúar 2007

Kominn heim!

Þá er minn heittelskaði kominn heim, nokkru léttari en fyrir fimm sólarhringum, bæði að þyngd og á brá, enda laus að mestu við stærðarinnar dreka úr kollinum - og mikið var nú Skottan glöð að sjá pabba aftur eftir dvölina á ,,fpítalanum"!

Breskir taugasálfræðingar eru ljóslega ekki sömu húmoristarnir og amrískir kollegar þeirra; spurningalistarnir bara frekar döll og lítt frásagnarverðir að sögn prinsins hugrakka. Útkoman úr prófunum var svipuð og fyrir aðgerð (í nóv.) hjá taugó en talmeinafræðingurinn vildi meina að enskan væri eitthvað hægari en áður, eins og við var nú búist.

Kapmellu/slátur/rúllupylsu/bátsmannssaumurinn verður tekinn af hjúkku sem heimsækir okkur á föstudaginn, viku eftir aðgerð, og nú er dagskipunin sú að sofa út alla daga, fá sér góða kríu um miðdaginn, spássera dálítið daglega og auka það svona í rólegheitunum.

Nú kemur sér vel að hafa kynnt sér hjúkrunarstörf með áhorfi á virtar, breskar heimildarmyndir um þau efni og mun yðar einlæg vitanlega ganga strangt eftir því að drengurinn hagi sér vel og fari að fyrirmælum um hvíld og létta hreyfingu, en hann hefur þegar gefið til kynna að hann ætli að vera erfiður og farinn að röfla eitthvað um laufrakstur í garðinum og álíka vitleysu.

Þann 24. janúar eigum við síðan að mæta í viðtal hjá prófessor Whittle og fá niðurstöðurnar úr vefjagreiningu á æxlinu. Þær munu ráða því hver næstu skref verða, en í bili erum við sæl og glöð með að aðgerðin tókst eins vel og stefnt var að og prinsinn er kominn heim, heill í hugsun og máli þótt lúinn sé eftir atganginn.

23 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dagskipunin hljómar afskaplega vel. Velkominn heim. :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingu kæra fjölskylda...
Böbbi! hættu bara að gefa þessum "Dreka" að borða...
Ásg&Ing

Nafnlaus sagði...

Þetta er aldeilis frábært, bestu batakveðjur áfram :) Kristjana og Kári. ps. svara mailinu á morgun

Alda sagði...

Þið eruð bæði ótrúlega sterk! Gott að heyra að allt gengur eftir atvikum vel. Kær kveðja.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með heimkomuna, gangi ykkur vel með þetta fína dagskipulag og hjúkrunarstörfin :)
Bestu kveðjur
Magga, Arnar og Elvar Orri

Nafnlaus sagði...

Sæl vertu Villa. Ég veit ekki hvort þú manst eftir mér, en ég var mikið á Þingeyri, sem barn (og eldri) Ég var kölluð Jóka...
En allavegana rakst á síðu þína, sem er hrein snilld.
Gangi ykkur vel í baráttunni.
kveðja úr firðinum.

Nafnlaus sagði...

Sæll Björgvin

Til hamingju með að verða kominn heim. Nú hlýtur þú að fara að fá almennilega mat (einhven get ég ekki ímyndað mér að sjúkrahús matur í UK sé á háu hæðastigi.... he,he)
Ég er annars gríðarlega vonsvikinn fyrir þína hönd, yfir að hafa ekki fengið alvöru spurningar frá taugasálfræðingnum. Ég er strax farinn að undirbúa spurningar sem ég sendi þér fljótlega.

Gangi þér vel áfram.

kv.Þórir

Nafnlaus sagði...

Sæl Vilborg

Til hamingju með að vera búin að fá karlinn aftur heim. Ég ætlaði bara að benda þér á nokkur lykilatriði í ummönnuninni við bóndann (he,he)

Af fenginn reynslu, þá má Björgvin í raun og veru ekki gera neitt (a.m.k. ekki neitt sem er leiðinlegt). Hann má alls ekki vinna nein heimilis störf, s.s. elda, ryksuga, ganga frá fötunum sínum ,loka klósett stunni o.fl. Ef hann sest inn í eldhús, þá er hann svangur. Þá þarft þú að færa honum mat.... (he,he). Það er mjög mikilvægt að hann fái næði á laugardögum þegar enski boltinn er í sjónvarpinu (burtséð frá því hvort hann horfi á fótbolta aða ekki).

(Björgvin... þú átt eftir að þakka mér fyrir þetta trix...,,þetta virkar ótrúlega lengi..he,he)

bestu kv. frá Minne-sóta-strím... Þórir

Nafnlaus sagði...

Sæl Björgvin og Villa
Frábært að heyra að þú sér kominn heim Björgvin minn. Strákarnir mínir biðja kærlega að heilsa og fannst þetta með málmplöturnar í höfðinu "rosalega cool" Gerðu það nú fyrir okkur öll hér að taka því rólega og hlíða Villu.

/Gummi

Nafnlaus sagði...

Hi guys, It's great to see Bjorgvin at home. Thank you for keeping everyone up to date on the blog. We know he will go from strength to strength. Arnot

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim ,Björgvin, nú taka við dagar sem Villa verður líklega að vera við stýrið á heimilisskútunni svo þú ofgerir þér ekki ....án gríns, varlega í fyrstu, þú færð bara viðgerð á höfðinu, ekki nýtt.......mundu það.Gangi ykkur allt sem best, kveðja, Halla frænka.

Nafnlaus sagði...

Gott að vera heima trúi ég og til hamingju með það. Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að vinir og fjölskylda ykkar sýni ykkur samstöðu og sofi fram að hádegi alla daga í því skyni að styrkja Björvin. Ég er þegar byrjuð og svaf fram að hádegi í dag. Býst við að skreppa heim í kaffinu og fá mér lúr.
Bestu kveðjur frá Ísafirði
Matta

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim og gangi þér sem allra best að taka því rólega og láta Villu stjana við þig.

Baráttukveðjur!

Tommi

Nafnlaus sagði...

Það er frábært hvað þetta hefur allt gengið vel fyrir sig.Og nú er bara um að gera að taka það rólega og njóta þess að láta "spúsu sína " stjana við sig.Njóttu þess á meðan þú getur.Það er ekki alltaf hægt að fá svona topp þjónustu. Bestu kveðjur og von um áframhaldandi bata.
kveðja Kiddý

McHillary sagði...

Frábært að sjá að bóndinn er bara kominn heim! Til lukku með það! Og ég þigg sko latte-inn með þökkum, t.d. í upphafi næstu viku. Ég hringi á næstu dögum og tek stöðutékk.
Knús til ykkar.

Nafnlaus sagði...

Hjartanlega velkominn heim Björvin minn!
Mikið eruð þið nú heppin hjónakornin að eiga hvort annað að.
Hef sjaldan séð hjón sem passa svona fullkomlega vel saman eins og ykkur tvö :)
Baráttukveðjur héðan úr Fífulindinni

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með að vera kominn heim, og gangi þér vel batann, kærar kveðjur......Olga, Doddi,Dísa og börn........

Nafnlaus sagði...

Elsku Böbbi.
Til hamingju með heimkomuna og láttu nú stjana við þig sem aldrei fyrr! Við höldum öll áfram að biðja fyrir þér og hver veit nema ég skreppi til þín með marmite í poka einhvern daginn...
Ólöf og börnin biðja að heilsa og Valdemar sérstaklega henni Villu sinni.
Palli

Nafnlaus sagði...

Frábært að sjá að allt gengur vel.
Var á læknadögum svo ég hafði ekki færi á að kíkja fyrr á bloggið. Á einum fyrirlestrinum hitti ég Nönnu Sigurðar og hún var með allar nýjustu fréttir af ykkur.
Gangi ykkur áfram vel elskurnar og takið lífinu með ró til að byrja með og njótið þess að vera saman fjölskyldan.
Bestu kveðjur,
Hrefna

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim :)

kv Lilja, Kópavogi

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim. Farið vel með ykkur.
kveðjur að vestan.
Gunna og co.

Nafnlaus sagði...

Velkominn heim!
Nu hafið þið gott tækifæri að æfa varurðina að vera her og nu og hugsa ekki neitt!!!

Smali sagði...

Velkominn heim kæri frændi. Vonandi verður batinn eins og best er hægt að óska sér.

Haffi og Adda