Líf í árvekni: Erfiður dagur

laugardagur, 13. janúar 2007

Erfiður dagur

Kæru vinir.

Gærdagurinn var erfiður fyrir Björgvin og hann hafði miklar höfuðkvalir, mókti ýmist eða svaf og var í litlu sambandi við heiminn en brást þó við okkur hjúkkunni þegar við vorum svo leiðinlegar að vekja hann á klukkutímafresti , taldi upp á fimm, rak út úr sér tunguna og sagðist reyndar heita Vilborg í eitt skiptið þegar hann var spurður til nafns. Hann kvaðst vera þrítugur þegar hann var spurður að aldri, svo að einhver yngingaraukaverkanir hefur aðgerðin haft.

Nóttin var betri og núna er hann mun betur vakandi og borðaði meira að segja dálítinn morgunmat. Aðgerðin tókst vel, sagði læknirinn, hann var ræðinn eins og óskað var eftir og þeir töluðu víst eitthvað um Ísland enda er doksi sérstakur áhugamaður um norrænt menningarsvæði, Ástrali sjálfur en giftur sænskri og getur talað dálitla sænsku.

Það tókst að taka um 80 eða 90 prósent af æxlinu og hluti af því var low-grade að minnsta kosti en við verðum að búa okkur undir að einhver hluti geti mögulega verið af verra taginu og drekaskömmin hafi fleiri en einn haus að berjast við.

Við tökum á því saman og gefumst ekki þótt leiðin sé upp í móti. Ég færi Björgvin kveðjur ykkar allar og læt til mín heyra aftur þegar kvöldar.

13 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að vita að Björgvin er að braggast, það hlýtur að vera góðs viti að yngjast svona. Baráttukveðja!

Nafnlaus sagði...

Mikið er gott að þetta gekk svon vel Meiri og meiri baráttukveðjur að vestan
Gunna

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að vel gekk, er með hugan hjá ykkur alla daga og sendi ykkur ljós og bænir.
Kv, Alla og co. í Mosó.

Nafnlaus sagði...

þeir sem vilja hafa samband geta sent SMS á Villu - EKKI HRINGJA, hún er á spítalanum - og hún hefur samband til baka með SMS-i eða hringir. númerið er 0044-78-13-099-82-27.
-Katrín dóttir Villu.

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð
Frábært að aðgerðin gekk vel, það er mjög eðlilegt fyrir manninn að vera með höfuðkvalir og geta lítið gert vegna þeirra...frábært ef hann er strax farinn að geta setið uppi og borðað. Ég kannast aðeins við þennan yngingarmátt heilaaðgerða, Þórir reyndar sagðist vera fæddur 2005, sem gerði hann nú rétt eins árs!! Við stöndum með ykkur í hverju því sem kemur út úr "pathology" og mundu að hafa samband ef eitthvað er eða einhverjar spurningar koma upp.
bestu kveðjur
Guðrún Erla og Þórir
USA

Nafnlaus sagði...

HUNDSIÐ NÚMERIÐ FYRIR OFAN! Það er viltaust! rétt númer er 0044-78-13-099-827.
Sorrý ef einhver hefur þegar sent SMS í hitt!

Nafnlaus sagði...

Ég minnist ykkur í bænum mínum- Guð veri með ykkur-
Bestu kveðjur- Þórdís tinna

Nafnlaus sagði...

Hæ. Það hefur verið viðbúið að einhver hausverkur fylgdi. Bestu óskir um góðan bata úr snjónum.
Bjössi bróðir.

Nafnlaus sagði...

sæl hjón ogl takk fyrir síðast sem var í brúðkaupinu í kaópavogs garðinum.

Auður var að seigja okkur frá aðgerðinni í dag og okkur langaði bara að senda baráttu kveðjur frá klakanum, biðjum guð og alla góða vætti að vera með ykkur í gegnum þetta.

kær kveðja, Stína og Hrólfur

Nafnlaus sagði...

sæl hjón ogl takk fyrir síðast sem var í brúðkaupinu í kaópavogs garðinum.

Auður var að seigja okkur frá aðgerðinni í dag og okkur langaði bara að senda baráttu kveðjur frá klakanum, biðjum guð og alla góða vætti að vera með ykkur í gegnum þetta.

kær kveðja, Stína og Hrólfur

Nafnlaus sagði...

Sæl hjón. þið þekkið mig nú ekkert en ég rakst inná síðuna ykkar í gegnum Ameríkugengið, og viti menn jú þég veit víst hver þú ert Vilborg (ert frá Þingeyri ) man eftir þér svona í kringum 1979 -1981) Gott að allt gekk vel í aðgerðinni og sendi ykkur hlýjar óskir og bænir um að allt gangi vel í framtíðinni.
kv Guðný Sigurðardóttir (fyrrum Þingeyrarbúi )

Nafnlaus sagði...

Hae hae
Langadi ad oska ykkur alls hins besta, sjalf a eg litla stelpu sem er med illkynja heilaaexli. Er med heimasidu www.aslaugosk.blog.is
Kvedja
Aslaug

Nafnlaus sagði...

Sæl Villa,

ég hef verið að fylgjast með blogginu þínu undandfarna daga, þetta er mikið verkefni sem þið eruð að takast á við núna. Sendi ykkur mínar bestu óskir, ljós og kraft úr Snæfellsjökli.

Kveðja, Kristinn Jónasson (fermingarbróðir frá Þingeyri)