Líf í árvekni: Verkjalaus og líður vel!

laugardagur, 13. janúar 2007

Verkjalaus og líður vel!

Ótrúlegt en satt, rétt rúmum sólarhring eftir sex tíma heilaskurðaðgerð er minn maður orðinn verkjalaus, farinn að drekka kaffi og biðja um helgarblað Scotsman á morgun!

Nóttin var honum erfið, vakinn á klukkustundarfresti með spurningaflóði og ófrið, og höfuðkvalirnar miklar. Verkirnir voru slæmir yfir daginn þar til upp úr fjögur að úr þeim dró svo mikið að hann náði að sofna almennilega en hafði mókt og dottað fram að því.

Um sjö leytið vaknaði hann svo eins og hver önnur Þyrnirós, án verkja, skrafhreifinn miðað við aðstæður (og hefur nú sosum alltaf verið ,,the silent type"), ekki svo mikið sem þvoglumæltur, talandi fínt bæði á íslensku og ensku og ekkert nema séntilmannskurteisin við hjúkkurnar sem höfðu þó verið að beita á hann sömu aðferðum hátt í sólarhring og notuð er í fangelsum einræðisríkja hér og þar í hinum siðmenntaða heimi.

Ég sagði honum frá öllum kveðjunum sem þið hafið verið að skrifa hér inn og hann klökknaði af þakklæti. Þið látið ykkur ekki bregða við myndina að ofan, (hún er birt með hans leyfi), hann er dálítið bólginn vinstra megin sem er alveg eðlilegt eftir það sem er á undan gengið og doksi lofar því að þetta fari að hjaðna hinn daginn. Skuggarnir á enninu er bara smáklístur, ekki skurðurinn sem er hulinn undir mjórri rönd af plástri ofan við vinstra eyrað og í hálfmánaboga fram á gagnaugað og rétt grillir í endann á. (Það er kaffi í stútglasinu!)

Raksturinn hjá skurðlækninum er bara frekar "stylish" eins og hann kvaðst stefna að (og baðst um leið á því afsökunar fyrirfram að þótt hann reyndi að vanda sig enduðu sumir með "bald patch" eða skallablett) - eina hárið sem var rakað var þar sem skurðurinn er.

Björgvin er þegar laus við öll tækin sem voru tengd við hann þar til miðdegis, nema fótanuddtækið sem hann er voðalega hrifinn af , eins konar legghlífar sem nudda fyrir hann fæturna með titringi svo að blóðstreymið sé gott, og biður vísast um að fá að hafa það með heim á miðvikudaginn. Hann hefur ekki fengið neinn hita og bæði púls og blóðþrýstingur til fyrirmyndar. Svo vel er kappinn að standa sig að hann verður ekki vakinn nema einu sinni í nótt til að svara því hvað hann og spítalinn heiti!

Við þökkum ykkur bæði innilega hlýhuginn og kærleikann allan sem við finnum svo sterkt að umvefur Björgvin og er að styrkja hann til bata og betri líðunar á ótrúlega skömmum tíma. Haldið áfram að senda ljós og bænir á deild 32 A á DCN á Western General Hospital, þið sjáið að það er sko að svínvirka!
p.s. Vinir sem vilja hafa símasamband geta sent mér sms og ég texta þá á móti hvort það er OK að hringja. Ekki hringja beint, því það gæti staðið óþægilega á og ekki leyft að tala í síma inni á stofunni, þar sem tveir aðrir sjúklingar liggja. Gemsinn er 0044 7813 099 827

22 ummæli:

mamma sagði...

Elskurnar mínar,þetta er hreint ótrúlegt!!! Frábært að lesa þetta, ákvað að kíkja aðeins í von um góðar fréttir! Allt okkar fólk vinir og ættingjar biðja fyrir ynnilegar kveðjur og góðar ´oskir ykkur til handa!erum með ykkur anda, Mamma

Kolbrun sagði...

Frábært að heyra að allt gengur vel, ég sagði sameiginlegum kunningjum okkar Björgvins frá aðgerðinni á föstudagskvöldið og þau báðu fyrir bestu kveðjur til hans og ykkar allra. Kveðja frá okkur á Warrender Park auðvitað :)

McHillary sagði...

Frábært að heyra þessar góðu fréttir! Ekki spurning að ljós og bænir streyma áfram héðan frá þessum bæ. Bestustu batakveðjur til Björgvins sem fyrr og ég vona að þú náir líka að hvíla þig vel Villa mín.

Gudmundur bogason sagði...

Kæru vinir

Þetta eru frábærar fréttir, eiginlega þær bestu sem ég hef fengið í langan tíma. En allavega Góðan bata og Guð veri með ykkur báðum.

/Gummi

PS. Villa; þú getur sagt Björgvini, svona undir fjögur, að hann líti betur út á myndinni en eftir sumar helgar í gamla daga...

Bára Bryndís sagði...

Elsku Villa mín
Mikið þótti mér vænt um að lesa færsluna þína í dag og til hamingju bæði tvö með hvað aðgerðin virðist hafa tekist vel.
Óska Björgvini áfram góðs bata og þér alls þess sem þú þarfnast mest. Guð geymi ykkur öll.
Bára Bryndís

Þórir Þórisson sagði...

Heill og sæll Björgvin.

Til hamingju með að verða kominn í hóp með okkur sem erum með rétt rúmlega hálfan heila. Þetta er ekki sem verst skal ég segja þér.... hér eftir hefur þú nefnilega alltaf ástæður fyrir öllum mistökum og klúðri sem þú gerir. Getur alltaf kennt heilaæxlinu um.

Fótanudd græjan hljómar mjög kunnuglega. Þetta er algjör snilld. Mér fannst reyndar pissuflaskan aljör snilld líka.... spara helling af klósett næturferðum.

Ég sá að þú rakaðir þig fyrir aðgerðina. Það var ágætt hjá þér, það eru nefnilega alltaf ein og ein hugguleg hjúkka á sjúkrahúsunum. Þær trúa þér örugglega ef þú segir þeim að þú sért 30 ára (he,he)

Flott mynd af þér... þú ert næstum því eins myndarlegur eins og ég var eftir mínar aðgerðir!!!!
Nú eru frábærir tímar framundan fyrir þig. Þú átt eftir að fá miklu skemmtilegri spurningar, en þær fáu sem þú ert spurður af núna. Ekki ætla ég að taka af þér ánægjuna með því að segja þér frá þeim, en verst er hvað þú ert sennilega með litla hreyfigetu í vistri kinninni, því að þá getur þú eiginlega ekkert hlegið!

Bíð spenntur eftur næstu bloggum frá Vilborgu.

Bið að heilsa hjúkkunum,
Þinn þjáningar bróðir
Þórir

Ps. Legg til að þegar þú verðir spurður næst um nafn og staðsetningu, þá segir þú að þú heitir Superman, og sért staddur í Disney world! (he,he)

Gunni sagði...

Ljómandi fréttir og kaffið tryggir örugglega góðann bata. Bestu kveðjur frá Tromsö og okkur hér.

Auður Lilja sagði...

Frábærar fréttir!
Ótrúlegur árangur á ekki lengri tíma. Mikið var gott að lesa þetta :)
Allar bestu kveðjurnar héðan
Auður Lilja

lipurta sagði...

Kæra fjölskylda.
Það er gleðilegt að heyra hvað allt gengur vel. Guð veri með ykkur áfram.
Lipurtá og co.

Kiddi sagði...

Sæl bæði. Eftir allt of langt næturgölt í veislu og dansiball í Laugardalshöll (fjölbreytt vinna sem ég er í!) sit ég, nei hálf-hangi, á stól í borðstofunni í sólgylltri hvítri vetrarbirtu (já það er snjór, m.a.s. meiri en á Akureyri!) og les blogg, sem aldrei fyrr, klökkur og með tár í auganu, gott að sjá gleðifréttina um hve vel þér gengur að jafna þig Björgvin. Samkvæmt því sem ég hef heyrt og lesið undanfarið væri Superman alveg rétt svar við spurningunni hvað þú heitir :-) Bestu baráttukveðjur af Skeljagrandanum.

Magga Hallmundsd sagði...

Kæra fjölskylsa

Gott að fá góðar fréttir. Guð styrki ykkur öll, og ekki síður þig vilborg því þetta tekur ótrúlega á. Mikið er gott að þú sért í sambandi við Þórir og Guðrúnu Erlu. Þau eru mikilar hetjur og gott fyrir ykkur að fá styrk og frá þeim.
Bið guð að senda ykkur styrk,
Hlýjar kveðjur frá Selfossi.

Magga

Nafnlaus sagði...

Megi Guð og góðar vættir gefa ykkur styrk og kraft. Bestu batakveðjur Kristjana og Kári í Edinborg.

hulda og tapio i finnaskógi sagði...

Stórkostlegar fréttir! Hann er bara í túrbinubata. Höldum áfram að biðja fyrir ykkur og senda ykkur ljós.

Þar sem virðist að ganga vel má kannski koma með litinn brandara:
Einu sinni var Íslendingur, sem langaði svo ofboðslega að gerast Finni. Hann las bara Sjö bræður og drakk úr Iittala-glösum, en það var ekki nóg. Hann fór til læknis og sagði, að getur hann ekki gert hann að alvöru Finna. Lænirinn svarar, að þá þarf að taka 25% af heilanum hjá honum. Maðurinn samþykkti þetta og svo var farið i aðgerð. Næsta morguninn vaknar maðurinn við það að læknirinn situr yfir honum afar áhyggjufullur á svipinn og segir: "Fyrirgefðu, elsku vinur, en okkur skjátlaðist með tölurnar. Ætluðum að taka 25% af heilanum en tókum óvart 75%". Maðurinn brosir sæll og ánægður og svarar rólega: " Nå ja, men det gör ingenting!" með ekta Stokkhólms-hreim!

Nafnlaus sagði...

Elsku Vilborg,
Til hamingju með hvað þetta gekk vel. Mér finnst þú algjör hetja að blogga frá byrjun og makalaust hvað hann Björgvin þinn virðist ætla að jafna sig fljótt á aðgerðini. Guð og góðar vættir veri með ykkur áfram!
Erna A

Nafnlaus sagði...

Elsku frændi og fjölskylda. Við "töntur" og fylgdarlið fylgjumst með á síðunni og hringjum síðan á milli til þess að allt komist nú til skila.Það eru dásamleg tíðindi að aðgerðin hafi tekist svona vel. Vonum að "þögla typan" taki sinn tíma og fari ekki of hratt í hlutina. Tíminn vinnur með. Biðjum sem fyrr um að framhaldið verði áfram gott. Góðar kveðjur og hlýir straumar til ykkar allra. F. h. frænkuhópsins
Kolla frænka

Nafnlaus sagði...

Elsku fjölskylda
mikið er gott hvað gengur vel
Baráttukveðjur
Gunna og co..........

Ljúfa sagði...

Þið eruð nú meiri hetjurnar!

Knús og kossar frá Northampton.

Asgeir sagði...

Frábært að lesa að allt hafi gengið vel.
Góðan bata!

Inga og Ásgeir

Kristján Jónsson sagði...

Kristján Jónsson said...
Sæll elsku vinur og gaman að sjá þig svona krambuleraðan, ég hef nú séð þig bólgnari en þetta um augað og það á aðfangadag en það er allt önnur saga,ha ha.það er yndislegt til þess að vita að aðgerðin tókst vel og að þú getir haldið áfram í lífinu þar sem frá var horfið. það var gaman og fræðandi að lesa það sem vilborg er búin að vera að skrifa um þína sjúkrasögu hún segir meira en þú(þú kjaftar svo sem ekkert af þér). ég veit það að þú gefst aldrei upp og sérð lífið í raunsæju ljósi og er það mikill og góður eiginleiki. Ég og öll mín fjölskylda óskum þér góðan bata og vitum að þú ert í góðum höndum hjá þinni heittelskuðu. Ég fylgist með þér og hugsa til þín, ef að það er eitthvað sem ég get gert til þess að aðstoða þig í lífinu þá átt þú og þín fölskylda mig alltaf að.mb kv. stjáni og fjölsk. P.S ÞÚ HEFÐIR VERIÐ FLOTTUR Á MYNDINNI HÉR FYRIR OFAN MEÐ VINDIL OG KAFFI.

sunnudagur, janúar 14, 2007 8:10:00 PM

Njóla sagði...

Finnst frábært að sjá glampann í augum Björgvins, það þarf góða heilastarfsemi til að hafa húmor í lagi. Vildi svo margt segja, en verð alltaf jafnkjaftstop þegar lífið tekur vini mína svona hressilega í nefið. (Þvílíkt bull ;0$) Svona til að kóróna þetta þá vil ég vitna í hann og ég vil að þið takið þetta til ykkar hjartagullin mín. Trölli: í hjarta mínu geymi ég gullið sem gríp ég höndum tveim og svo fæ ég vexti og vaxravexti og vexti líka af þeim.
Megi batinn verða öllum vexti fremri. Ykkar vinkona Njóla Spóla

Nafnlaus sagði...

En hvað það er frábært að heyra hvað allt gengur vel. Höldum áfram að senda okkar hlýjustu strauma til ykkar :)
Kveðja
Magga, Arnar og Elvar Orri

bjössi sagði...

Frábærar fréttir. kveðja frá Ísó. Bjössi bróðir.