Líf í árvekni: Aðgerðadagur

föstudagur, 12. janúar 2007

Aðgerðadagur

Jæja, þá leggjum við í hann. Það er dimmt úti og rigningin bylur á gluggum húsanna í höfuðborg Skotlands þennan morgun. Hugrakki prinsinn er nýrakaður og búinn að næra sig á lófafylli af stera-og flogapillum og örlitlum vatnssopa.

Allar sögur um prinsa, prinsipissur og dreka hafa endað með því að drekinn liggur í valnum.
Kveðjur frá konunglega parinu af Edinborg.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku fjölskylda
Hér er snjór og ekta vetraveður eins og á að í janúar. Erum með ykkur í huganum guð geymi ykkur
Bestu óskir og kærar kveðjur,
Gunna og fjölsktlda

McHillary sagði...

Er með hugann hjá ykkur og hér logar kertaljós fyrir hugrakka prinsinn.

Nafnlaus sagði...

Ekki spurning, drekinn verður lagður í dag!! Bestu óskir um gott gengi.
Guðrún Erla og Þórir
USA

Nafnlaus sagði...

Gangi ykkur rosalega vel, hugsa til ykkar.