Líf í árvekni: Tryllt gleði!

miðvikudagur, 13. desember 2006

Tryllt gleði!

Verð að deila þessu með ykkur svo ég barasta átti mig á því sjálf; ég hef í dag tekið mitt síðasta próf í meistaranáminu, líkast til síðasta prófið sem ég tek um ævina! (Þó maður eigi kannski aldrei að segja aldrei...) Eftir ríflega 3000 síðna lestur (sjá mynd - beðist er velvirðingar að á hana vantar tvær skruddur til viðbótar) situr það meðal annars eftir að fólk sem á eftirnafn sem byrjar á B hefur stúderað þjóðfræði í miklum mæli. Svo ég nefni bara örfá dæmi:
-Bendix, Bausinger, Bauman, Ben-Amos, Bronner, Bordieu.... man ekki meira, farin að jólast!

13 ummæli:

Óli Gneisti sagði...

Ég prentaði þetta náttúrulega aldrei út þannig að það er ágætt að sjá þetta svona. Það er svo ljúf tilfinning að hafa klárað þetta.

dhk sagði...

Til hamingju með það. Sjálfur tók ég fyrsta prófið í jólatörninni minni í morgun. Það gekk bara bærilega. Kveðja frá Köben.

mamma sagði...

Til hamingju !!! 'Astarkveðjur
Mamma og pabbi!

mamma sagði...

Til hamingju !!! 'Astarkveðjur
Mamma og pabbi!

Dagbjört sagði...

úff... þessi mynd hefði væntanlega haft slæm áhrif ef maður hefði séð hana fyrir námskeiðið! En húrra húrra fyrir okkur öllum ;) Og njóttu þess nú að vera búin, við höfðum þig með í anda áðan á Sólon þegar við skáluðum fyrir afrekum okkar.

Matthildur sagði...

Til hamingju með áfangann mín kæra. Bið að heilsa öllum þínum og hafið það gott.

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með áfangann Villa mín.
Sendi jólakveðjur frá okkur í Mosó.
Gerður og Siggi.

Nafnlaus sagði...

sniðug mynd, og mikið ertu skipulögð! hittumst í gær og ætlum svo að hittast 28. des á spilkveldi.
Bryndís

McHilla sagði...

Til hamingju darlingur!
Þvílíkt magn lesefnis en sniðugt hjá þér að mynda þetta svona. Hittumst sem fyrst.
Luv, Hilla

Auður Lilja sagði...

Til hamingju með það elsku systa!
Er jólapakkinn búinn að skila sér?
Knúskveðja
Auður Lilja

Villa sagði...

Jólapakkar ryðjast hér inn í hrönnum, jújú! Héðan streyma síðan út jólakort í álíka mæli en allar sendingar frá okkur á höfuðborgarsvæðið fljúga með börnunum og verða ínáanlegar hjá pabba Snúðsins frá og með 21. desember...

Hér er búið að baka þrjár sortir (B) og sú fjórða fer í glænýjar polka-dot dósir á morgun (V). Hvernig gengur að jólast á öðrum fyrirmyndarheimilum?!

Mamma sagði...

Hér gengur bara þokkalega, nánast allur jólapóstur farinn á stað! Vona að allt gangi vel í Edinborginni ,enn og aftur hamingju óskir með áfangann!!!
'AStarkveður Mamma.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan stóra áfanga Bilborg mín (auðvitað færð þú nú B við nafnið þitt). Gangi þér vel og gleðileg jól.
Kveðja
Bjarney