Líf í árvekni: Heilaga hornið

föstudagur, 1. desember 2006

Heilaga hornið

Einmitt núna, þegar ég á að vera að lesa um hnattvæðingu, fjölhyggju og póstmódernisma og 88 ár eru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki, langar mig miklu meira til að sýna ykkur mynd af heilaga horninu mínu en að læra fyrir próf. Mublan a tarna er svo skemmtileg og fallega útskorin að ég vildi óska að ég ætti hana sjálf.

Smelli hér inn líka nærmynd af græna manninum, ,,Jack in the Green," sem má finna í gömlum kirkjum út um allt Bretland og vísast víðar í Evrópu; þessi fígúra umvafin laufi táknar frjósemi náttúrunnar og tími hans er vorið þegar gróðurinn lifnar við eftir vetrardvalann. Í den, og sums staðar enn, lék hann stóra rullu í maíhátíðum um allt landið, menn fóru um í skrúðgöngum í gervi græna mannsins umvafðir laufguðum greinum. Varla þægilegt.

Biskupinn litli er eftirmynd af einum af taflmönnunum sem fundust við fornleifauppgröft á eynni Lewis (ein Suðureyja), sem skornir voru úr rostungstönn sem ekki getur hafa komið annars staðar frá en Grænlandi. Keltneski krossinn er frá mömmu, keyptur í Dyflinni að mig minnir.

Hér fyrir neðan er svo rósakransskríni sem kom með okkur heim frá Vatíkaninu í sumar og krúttlega ufsagrýlan úr Jórvíkurkirkju, sem hefur fengið það hlutverk að minna mig hvað veröldin er skrítinn og skemmtilegur staður þrátt fyrir allt og allt.

Svo er víst best að skammast til að læra fyrir prófið...

p.s. Katrín er hálftuttugu ára í dag. OMG!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, mín er heldur betur dulleg að blogga núna. Til lukku með dótturina, sendu henni afmæliskveðju frá mér, hún er fædd í alveg afbragð stjörnumerki, bogmannskonur hafa löngum haft orð fyrir að vera alveg sérstaklega vel heppnaðar ;)

Það hellist yfir mig ólýsanleg þreyta bara við að heyra nefnda hnattvæðingu og póstmódernisma. Get bara hugsað um ótrúlega einfalda hluti þessa dagana. Þess vegna fór ég á leikritið um Gosa í morgun með skólanum hans Gísla. Þetta er jólasýning út þennan mánuð í Lyceum þarna niðrí bæ. Mæli með þessari sýningu, var alveg hin besta skemmtun.
Hringi í þig þegar mútta er farin.
Luv, Hilla litla

Nafnlaus sagði...

Frábært að sjá besta bloggarann blása lífi í síðuna sína ;o)
Ótrúlega öflugt að hafa eitt stykki altari í stofunni hjá sér, hefur örugglega sitt að segja :)
Kærleikskveðja
frá okkur öllum
Auður Lilja & kó

Nafnlaus sagði...

sæl frænka,

skil það vel að erfitt sé að festa hugann við svona lestur. Er sjálf að lesa undir próf um svipað efni og einhverra hluta vegna er bara miklu skemmtilegra að blogga ... já, og lesa annarra blogg :)

Annars er bara fínt að frétta héðan af klakanum. Krakkarni og kallinn hafa það gott og ég sit sveitt við prófalestur og vinnu. Jólaundirbúningur bíður þangað til prófum er lokið... amk svona að mestu leyti.

kveðjur til allra hinna,
Lena Gísla

Nafnlaus sagði...

Græni maðurinn er einmitt verulega áberandi í Rosslyn Chapel.

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Takk elskurnar mínar allar saman. Rétt samt að ítreka að heimasætan átti bara hálf-afmæli um mánaðamótin, hálft ár enn í 20 ára afmælið! Ef við færum hins vegar eftir kínverskum afmælisdagareglum hefði hún orðið 20 ára fyrir þremur mánuðum, þ.e. 31...ágúst. Gott að við erum ekki kínversk!

aldis sagði...

Tjarnarlundur 17
600 Akureyri

kv, Aldís

Nafnlaus sagði...

Halló ! hvernig gengur í prófunum ,er þau ekki að verða búin! 'Astarkveðjur mamma