Líf í árvekni: Edinborg í jólaskapi

fimmtudagur, 21. desember 2006

Edinborg í jólaskapi

Þá er ég búin að uppfæra bloggið mitt og vonandi verður eitthvað auðveldara að pósta myndir hér inn eftir en áður, óttalega dyntóttur þessi Blogger.

Hér fyrir ofan getur að líta parísarhjólið sem ávallt prýðir miðbæinn í desember, í forgrunni er þýðverski jólamarkaðurinn en í baksýn minnismerkið um Walter Scott (eins konar skosk útgáfa af Hannesi Hafstein, Einari Ben og Jónasi í einum pakka).

Hér til hægri hliðar er svo minn heittelskaði búinn að stilla
sér upp fyrir framan jólatréð í Jenners, elstu stórverslun Edinborgar (stofnsett 1838), en jólin koma víst ekki hér fyrr en maður er búinn að berja það augum, fremur en hjá Reykvíkingum fyrren þeir sjá norska tréð á Austurvelli.



Á myndinni til vinstri er horft yfir skautasvellið sem búið er að koma fyrir í Prinsastrætisgörðum, ásamt tilheyrandi söluskálum þar sem m.a. er selt kandífloss og födds og fleira góðgæti, sem nánari úttekt verður gerð á innan tíðar...






3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fínar myndir úr Skotalandi!
Hér er verið að gera klárt fyrir skötuna á morgun! vona að þið hafið það gott ,kveðja til Sigrúnar og Björgvins.Mamma

Nafnlaus sagði...

Flott Jólahúsin bak við hann Björgvin!

Katrín sagði...

sjitt! gleymdi alveg að kíkja á jólatréð í Jenners!