Líf í árvekni: Lundúnir í brakandi blíðu

mánudagur, 12. júní 2006

Lundúnir í brakandi blíðu

Komum heim úr helgarferð til Lundúnaborgar í gærkveld, sólbrennd og sælleg eftir mikla og góða útiveru þar syðra í 30 stiga hita alla helgina. Ágætis æfing fyrir Rómarferðina sem er fyrirhuguð um miðjan ágúst ;o)

Við sigldum á opnum fljótabáti eftir Thamesá í brakandi hita og gengum reyndar undir hana líka, fórum á róló eins og Skottunni var lofað á leiðinni út á flugvöll, heimsóttum safn herrra Horniman sem sankaði að sér dóti úr Amazon, húsdýragarð þar sem lamadýr og enskar me-me spókuðu sig saman í girðingu, og spásseruðum líka um þann litríka og líflega Camden Town markað og fjárfestum þar m.a. í skjaldbökum úr hnetum.

Mest var þó gaman að verja tíma með vinafólkinu sem hýsti okkur og lóðsaði um London og börnunum þeirra ljúfu, Júlíu litlu sem er 4 mánuðum eldri en Skottan og honum Valdemar, fjögra ára sætilíusi sem stal hjarta mínu.

14 ummæli:

mamma sagði...

Til hamingju með Þjóðhátíðardaginn!
Ástarkveðjur Mamma og Pabbi.
Sólskin hér !Ótrúlegt!

Villa sagði...

Gleðilega sólarhátíð! Hér hangir mest þurrt en lítil sól að undanförnu og ég bíð óþolinmóð eftir að komast í sólbað og brúna á mér axlirnar fyrir 5. ágúst :) Knúskveðja til allra!

mamma sagði...

Til hamingju með 19 júní!
Villa og Katrín!Ástarkveðjur mamma og amma.

Auður Lilja sagði...

Takk fyrir rosalega flott boðskort kæru tilvonandi hjón!
Svakalega krúttlegar myndirnar af ykkur!
Get ekki beðið eftir að hitta ykkur í sumar.
Risaknús á ykkur öll
Auður og kó

Gunni sagði...

Kveðja úr norðurvegi líka - heillandi barnamyndir og ótrúlegt hvað þið hafið breyst lítið á árunum sem liðið hafa síðan þær voru teknar (svona smá 70-ties íslenska fyrir ykkur) :-)

Villa sagði...

Bestu kveðjur frá Edinborg, erum í örskreppi á Leven Terrace. Hér er allt í rúst og ekkert verið gert í 10 daga frá því að eldhúsinnréttingunni var ruslað fram á gang. Áætlun um verklok er 5. júlí og maður krossar bara puttana ;o)

Villa sagði...

Nyjustu frettir eru ad utlegdin mun vara fram i september!!! Munum saekja um sima og netsamband nuna og vonandi kemst thad a adur en haustid gengur i gard - arg! Thid sem hafid fengid bref fra okkur um 5. agust, endilega ad senda svar i e-mail sem fyrst!

Ljúfa sagði...

Mér gengur eitthvað illa að senda þér sms en er búin að senda þér tölvupóst. Vonandi geturðu skoðað hann fljótlega í útlegðinni.

Kær kveðja

Mamma sagði...

Vona að þið fáið samband fljótt!Við mætum!!!Hér er blíðuveður ,vonum að það endist fram yfir Dýrafjarðardaga sem eru um helgina!Knúskveðjur Mamma.Vona að Matti hafi verið ánægður með dvölina.
P.s Gamli Biskupinn er nýbúinn að lesa skáldsögu eftir þig, hann gat ekki um hverja, en hann sagði hana góða!!!

Villa sagði...

Her er loks ad birta til, brakandi sol og blida og betra utlit med brunku en verid hefur um skeid! Mamma> Matti var alsaell med dvolina vestra og er nu buinn ad kaupa ser 670 sidna bok fyrir helminginn af afmaelisgjafaaurunum, enska barnabok, og gengur vel ad lesa og skila, kominn a sidu 60 a 3 dogum. Bestu kvedjur til fjallanna og hafsins!

Mamma sagði...

Sæl Villa mín og þið öll!
Ertu komin í samband við umheiminn?
Hér er súld flesta daga og rigning ,en einn og einn dagur með sólarglætu!Gott að Matti var ánægður! Rosa duglegur að lesa þykir mér!Knúskveðjur frá okkur, Sunnu og Dadda ! Mamma

Ljúfa sagði...

Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn!

McHillary sagði...

Innilegar hamingjuóskir með stóra daginn.
Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið úr Rómarferðinni.
Bestu kveðjur, Hildur

Magga sagði...

Sæl Vilborg

Ég sá í mogganum að við eigum sama afmælisdag, Til hamingju með daginn !!og stóra daginn í sumar.

Bestu kveðjur

Margrét Hallmunds (Úr þjóðfræðinni)