Líf í árvekni: Framundan

miðvikudagur, 12. apríl 2006

Framundan


Ritgerðavinna og próflestur leyfir lítið blogg þessa dagana en vildi þó nefna að við erum laus við eldhúsblásarann, dúknum verður rúllað á einhvern daginn fljótlega og gatið í loftinu hulið og leit stendur yfir að húsnæði fyrir okkur í 2-3 vikur eftir miðjan maí. Blásarinn í barnaherberginu gengur að næturlagi næstu vikurnar en verður settur inn í skáp 23. apríl í tíu daga eða svo. Gestir á leið hingað þurfa því ekki að hafa áhyggjur af öðru en því að muna eftir að kaupa a.m.k. tvo brúsa af pítusósu, sem við getum illa verið án.

Við erum búin að panta far fyrir alla til og frá Íslandi í sumar: Fjölskyldan fer til Íslands 28. júlí, brúðhjónin til baka 7. ágúst og börnin þrjú heim til Skotlands 15. ágúst. Þá er bara eftir að bóka brúðkaupsferðina sem er áætluð til Rómar, 8. - 14. ágúst.

Hingað eru komin páskaegg fyrir ungana frá Haddý ömmu og páskaungar frá Sigrúnu ömmu og páskaliljurnar skarta sínu fegursta vitanlega. Á páskadag förum við í matarboð hjá Arnot bókaverði og fjölskyldu hennar. Á áætlun að ganga á Arthur's Seat þann sama dag. Annars er yðar einlæg búin að setja sér nákvæm (skrifleg) rúllara-markmið um 3-6 tíma vinnu og próflestur virka daga fram yfir próflok (10. maí) en aðrir tímar verða nýttir til að sinna þeim nánustu.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að þetta er allt í áttina! reynum að muna eftir pítusósunni!Fiskinn má koma með til Bretlands ,enda mikið af fiski flutt út þangað!Búin að kanna málið.Gleðilega páskahátíð og hafið það gott um hátiðina. Kveðja mamma.ef þú manst efir einhverj sem ykkur vanhagar um,láttu vita

Nafnlaus sagði...

Rosafín mynd af systkinunum¨!
ÁSTARKVEÐJA AMMA.

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Uppgötvuðum í gær fyrirbærið ,,battered haddock" (barin ýsa) og urðum svo hrifin að fiskinnflutningur frá klakanum er gjörsamlega óþarfur! Erum þó að verða uppiskroppa með hamborgarakrydd og enn lengir undirritaða eftir SYKURLAUSU Swiss Miss (ekki í dós heldur litlum kassa)
Annars erum við komin með gólfdúkinn á eldhúsið og hér skín glampandi sól á réttláta sem rangláta!

Nafnlaus sagði...

sæl frænka :)

ég kíki hérna við á síðunni þinni öðru hvoru en er eflaust að kvitta fyrir mig í fyrsta skipti.

Langaði bara að óska ykkur gleðilegra páska :)

kveðjur frá Blönduósi,
Rannveig Lena

Nafnlaus sagði...

Innlegg í bloggið frá Ísafirði. Kannski nógu vel falið :-) - kv, -bjössi bró-

Nafnlaus sagði...

Ertu viss með fiskinn? Kveðja mamma, ertu ekki til í að opna í kvöld eða annað kvöld fyrir skype

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með páskana öll sömul, smá kveðja frá okkur heima :)
Knúsó!
Auður Lilja og allir hinir!

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Þorskalýsisbelgir í dós væru samt fínir... :)