Fyrirsögnin er í orðastað Skottunnar, eins gott að taka það fram strax, og tilkomin vegna þess hversu vel hún skemmti sér í dag við að stappa í pollunum, þurrka rennibrautina á róló með vettlingunum sínum og svo framvegis, eins og hér getur að líta.
Annars ætti maður vitanlega að tileinka sér þetta jákvæða hugarfar gagnvart rigningunni - slíkt er aldeilis í anda lífs í varurð - því nú hefur hlýnað til muna hér í landi og þar með nokkuð víst að því mun fylgja rigningarskúr og önnur. Sem er jú gott fyrir gróðurinn, páskaliljurnar galopnuðust við bæði hlýindi og vökvunina og halda vonandi fegurð sinni fram undir lok apríl þegar hingað eru væntanlegir góðir gestir norðan af landinu bláa.
Nú kemur Snúður til okkar á föstudaginn og tilhlökkunin mikil enda höfum við nú ekki sést í 75 daga og höfum aldrei nokkurn tímann verið svo lengi fjarri hvort öðru, mæðginin.
2 ummæli:
Gott að heyra að Það er að hlýna á ykkur! Hér endalaus snjókoma búin að vera í nokkra daga,þó ekki mikil en birtir lítið upp.Húsbóndinn veðurtepptur í bænum!Kveðja til allra mamma.
P.s. Búin með stúlkuna með perlu eyrnalokkin,merkileg bók.
Fín mynd af Skottunni!Kveðja til Matta þegar hann kemur og allra á heimilinu! Mamma .
Skrifa ummæli