Hér til vinstri getur að líta mynd eftir Sir Henry Raeburn (1756-1823), sem nefnist The Reverend Robert Walker Skating. Tilefni myndbirtingarinnar er ferð okkar skötuhjúanna í Listasafn Skotlands (National Gallery of Scotland) á sunnudaginn síðasta.
Á tveimur tímum tókst okkur að komast yfir X af XIV sölum (allir merktir þannig, mjög þægilegt fyrir rúllara) sem prýddir eru myndlist frá miðöldum fram til 19. aldar og áttum við lokun enn eftir að kanna sérsýningar og nútímalistina; ákváðum að eiga það inni þar til síðar. Myndin af prestinum er í 9. sæti af 10. að mati Breta þegar þeir voru beðnir að velja tíu bestu myndir Bretlands.
Séra Robert Walker skautar um plaköt, póstkort og bæklinga safnsins, og auglýsingaspjöld líkt og það sem getur að líta hér til hægri sem var í jólagarðinum við Prinsastræti þegar við áttum þar leið á annan í jólum. Það er Matti Már sem skautar þarna svo listilega í stað klerksins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli