Líf í árvekni: Krókusar og krúttulínur

miðvikudagur, 8. febrúar 2006

Krókusar og krúttulínur

Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki, kæru klakaverjar, en hér í Eiðinaborg eru krókusarnir farnir að stinga upp kollinum; fyrstu vorboðarnir blómstra í allra handanna litum meðfram gangstígunum umhverfis Engin (Meadows).

Tók eftir þeim um daginn þar sem ég var á hlaupunum með Ást Ragnheiðar Gröndal í MP3-spilaranum (já, lafmóð!) og búin að vera á leiðinni síðan þá að hafa með mér myndavélina út til að sýna ykkur, en bæði er að ég er orðin ögn gleymin með miðaldrinum og eiginlega enn frekar hitt að ég hef ekki hlaupið eins oft og vera skyldi í vikunni fyrir leti sakir og því hefur ekkert orðið af myndatökunni og þessir hérna eru fengnir af netinu, svona ef vera kynni að eitthvert ykkar sé búið að gleyma hvernig þessar elskur líta út.

Ákvað að myndskreyta þennan pistil líka með okkur yngstu krúttulínunni á bænum og þeirri elstu. Sú síðarnefnda er hér fyrir neðan í gervi ofurhetjunnar Rogue (sem útleggst Hrekkjalómur á ylhýra) úr kvikmyndinni X-Men, en þannig búin fór hún í grímupartí bekkjarins á föstudagskvöldið. Takk kærlega, þið sem hafið stundum kvittað fyrir komuna hingað - það er svo notalegt og skemmtilegt að fá kveðjur hingað í útlandið :o)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ og hó þið þarna í Skotalandi! Frábærar myndir af ykkur! Katrín er eins og kvikmyndastjarna! hitti ömmu Haddí í dag,fórum á Isafjörð , Hrafninn er held ég eina jólabókin sem ekki er á útsölu!Við vorum að kaupa inn fyrir Bókasafnið.ástarkveðjur ! Mamma og pabbi.

Villa sagði...

Hvað á það að þýða hjá Gulla í bókhlöðunni að lækka ekki verðið á Krumma?! Fúlt. Myndi varla tíma að kaupa hana sjálf á fullu verði. Bækur eru of dýrar á Íslandi. Jæja, kiljan verður ódýrari þegar þar að kemur...

Auður Lilja sagði...

Knús frá okkur, æðislegar sætar þessar stelpur!
Auður & kó

Alda sagði...

hún er nú bara alveg eins og Rogue! Alveg nákvæmlega eins!