Líf í árvekni: Fimmta systirin

föstudagur, 3. febrúar 2006

Fimmta systirin


Þá er hún mætt, Bríet Valdimars - og Siggu dóttir, fædd 2. febrúar, fimmta systirin hans Matta og þó eiginlega sú sjötta því hann á líka stjúpsysturina Diljá, dóttur Siggu. ,,Ég eignast bara systur!" sagði Matti stóri bróðir en var voða glaður og stoltur eins og sjá má hér á myndinni af þeim systkinunum. Bríet litla er 3 kg. og 49 sm, nákvæmlega jafnlöng og Matti var sjálfur nýfæddur en 500 gr. léttari. Myndarstúlka, ekki síst miðað við að hún er fædd um 3-4 vikum fyrir tímann. Til hamingju, öll sömun á Suðurgötu 8a, frá okkur Edinborgurum!


Og hér er Matti með hinum systrunum fjórum, myndin tekin fyrir um ári og hárið búið að vaxa þó nokkuð síðan þá!
Matti tekur við hamingjuóskum þeirra sem þetta lesa í comments - gluggann. Athugið að smella bara í Other eða Anonymous þegar hann opnast og þá hverfa um leið kröfur um username og þess háttar.

5 ummæli:

Trína sagði...

Til hamingju með fimmtu systurina elsku Ormur! Er ekki bara fínt að fá enn eina systur; þú átt svo margar fyrir að þú myndir ekki vita hvað þú ættir að gera við lítinn bróður!

Auður Lilja sagði...

Elsku Matti okkar, innilega til hamingju með litlu systur!
Ofsalega er hún heppin að eiga svona stóran og fínan bróður sem er vanur svona prinsessum :)
Knús til þín frá okkur
Auður, Tommi, Sunna, Andri og Tómas Davíð

Fjölsk. í 39 Bruntsfield Gardens sagði...

Hæ Matti. Við vorum búin að skrifa komment en það virðist hafa dottið út. Til hamingju með litlu systur!Hlökkum til að sjá þig aftur í Edinborg. Kv. Daníel, Gísli og Hildur

aldis sagði...

Takk, takk!!! Hún er svo sæt hún Bríet. Algjör engill. :)

Amma sagði...

Elsku Matti minn! Til hamingju Briet litlu systir ! frábært nafnið hennar! ástar kveðjur Kata Amma.