Líf í árvekni: Af gefnu tilefni

miðvikudagur, 22. febrúar 2006

Af gefnu tilefni


Þetta verður bara örfærsla því ég á enn eftir að reka smiðshöggið á fyrirlesturinn (komin með 22 glærur, er það nokkuð of mikið?) og snýst bara um eitt: Kommentakerfið á bloggsíðunni. Þó nokkrir hafa spurt mig út í þetta username og password sem blasir við þegar maður smellir á comments til að senda yðar einlægri kveðju. Kröfur þessar hafa orðið til þess að mörgum hefur þótt heldur mikið í lagt og snúið við á punktinum. Málið er að það þarf bara að færa til punktinn/hakið yfir í viðeigandi identity til að losna við þetta leyniorðadót sem er eingöngu bloggaranum sjálfum ætlað, vilji hún skrifa inn komment sjálf og hefja bloggskrif. Asnalegt að hakið skuli fyrirfram vera í blogger en svona er það og ég finn ekki leið til að breyta þessu.

Sem sé, það eina sem þú þarft að gera er að smella í annað hvort Anonymous eða Other og þá hverfur óskin um aðgangsorðið med det samme og einfaldast í heimi að skrifa inn heilsun, tíðindi af þér og þínum eða hvaðeina sem þér hugnast. Prófa núna!
Knús & kveðjur úr Eiðinaborg! :o)

p.s. Ragga, þú fagra sál, innilega til hamingju með afmælið á mánudaginn!

Engin ummæli: