Líf í árvekni: Veturinn 1974...

miðvikudagur, 4. janúar 2006

Veturinn 1974...


- var flottast að eiga bleikröndóttar búðarbuxur úr khakí
- var ekki búið að finna upp barnagleraugu
- var ekki heldur búið að finna upp skólabakpoka með bólstruðum ólum
- áttu næstum allir skíðasleða
-voru lopasokkar og gúmmístígvél hefðbundinn fótabúnaður að vetrum.

Oddapúkar í níu ára bekk Barnaskólans á Þingeyri: Alla Tótu og Bjarna Dagbjarts, Gunna Hermanns og Ásu á skíðasleðanum og Villa, tilvonandi bloggari.


Bestu vinkonur borða lakkrísrör í fjörunni við Gömlu bryggju. Sr. Stefán heitinn Eggertsson tók myndina.
p.s. Nýjar fjölskyldumyndir af Edinborgurunum í albúminu.
p.p.s. Ef einhver veit hvar Alla/Aðalheiður Bjarnadóttir er stödd í veröldinni núna væri gaman að frétta af henni.

3 ummæli:

Gunnella sagði...

He he margt hefur breyst ... ég var í útvíðum gallabuxum þá og er í útvíðum gallabuxum núna.. aðeins minna um brúnt flauel og heimasaumaðan fatnað samt ;-)

Nafnlaus sagði...

Alla er fundin...
Sæl Villa!
Fékk upphringingu í morgun frá f.v.samferðafélaga til Jamaika;) Ekki smá sætar vinkonur og flott dressaðar :o...og já þú hefur snemma verið komin með háskólatöskuna Villa mín:D
Hér er adressan mín alla@allart.is og heimasíða. Gaman að heyra/og sjá frá ykkur.
Kveðja Alla Bjarna.

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Blessuð Alla - frábært að finna þig eftir öll þessi ... líklega hátt í 30 ár! Hafði ekki hugmynd um að þú hefðir lagt listabrautina fyrir þig. Allir sem þetta lesa verða að skoða heimasíðuna hennar Öllu, www.allart.is þar er að finna mikið safn frábærra málverka, skúlptúra og m.a.s. kjóla sem eru verulega glæsilegri en dressin 1974!