
Til allrar hamingju var þjóðminjasafnið skoska þó opið því áætlað hafði verið að heimsækja það á annan í nýári og við það var staðið; við Strákurinn og Táningsdóttirin gengum þó nokkra kílómetra um bæði The National Museum og The Royal Museum of Scotland á 2-3 klst. og skoðuðum þó vart nema helming þess sem þar er boðið upp á. Aðspurður var Strákurinn mest hrifinn af rómverskum minjum; meðal annars miklum silfursjóði frá tímum Rómverja en Táningsdótturinni þótti einna mest koma til bjarnanna miklu í sal hinna uppstoppuðu, útdauðu og næstum útdauðu dýra. Hún ég horfði með hrolli á fallöxina sem var tekin úr notkun eftir að hafa ,,aðeins" afhausað 120 glæpona og pólitíska andstæðinga skoskra/breskra valdhafa á síðmiðöldum en þótti þó enn verra að berja augum hina hroðalegu gaddahálskraga og þumalskrúfur sem beitt var til að knýja fram játningar meintra galdranorna.
2 ummæli:
Meðvera? Huglíf? eða eins og einhver sem ég þekki ekki myndi segja "Mændfúl læf"
:þ
Eg myndi seija að það þýddi meiningsfullt líf eða líf með meiningu
Skrifa ummæli