Líf í árvekni: Messías

föstudagur, 14. nóvember 2008

Messías

Háskólakórinn flytur verk Händels Messías á tvennum tónleikum í Neskirkju mánudag 24. og þriðjudag 25. nóvember og hefjast kl. 20.

Hljómsveitina munu skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran.

Miðaverð er (skitnar) 1.500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum (Þeirri Heimkomnu þar á meðal) eða í gegnum kor(hjá)hi.is en 2.000 krónur við dyrnar.

Láttu ekki framhjá þér fara þetta einstaka tækifæri til þess að njóta himnesks söngs og næra andann með tærri fegurð tónaflóðsins úr börkum ungmennanna í Háskólakórnum (ég ætla ekki að segja ,,ekki veitir af í kreppunni" eða eitthvað þess háttar því nóg er af kreppukjaftæðinu út um allt að ég fari ekki að steypa því inn í auglýsingu um kórtónleikana hjá dótturinni)...

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Farin að hlakka til. Kærar kveðjur Mamma og Amma