Flogalyfjagjöfin er aukinheldur nú komin á rétt ról þannig að Minn hefur ekki fengið sps-kast í meira en mánuð og næsta eftirlitsmyndataka því ekki fyrirhuguð fyrr en eftir sex mánuði (hefur verið á 3 mánaða fresti sl. ár). Nú er slétt ár frá því að geislameðferðinni í Edinborg lauk, þreytan af geislum og lyfjum til muna minni en áður og staðan því eins góð og hægt er að óska sér miðað við allt og allt.
Fyrir þremur mánuðum héldum við upp á sams konar tíðindi með því að fara og fá okkur kettling, hana Hallveigu sem dafnar svo vel (og tætir í sundur blómin mín) og í dag fögnuðum við með því að panta okkur eitt stykki fransk-þýsk-danska eldhúsinnréttingu sem ætti að berast til landsins og verða sett upp í júní/júlí og Guðgefinúaðgengiðáevrunniverðiorðiðhagstæðara þegar þar að kemur.
Annars er okkur í rauninni slétt sama um hvurslags auðævi af veraldlegu tagi, því sem skiptir máli í þessu lífi verður ekki stýrt með skuldatryggingarálögum, gengisstefnu, stýrivöxtum eða spákaupmennsku.
Heilsan og kærleikurinn, það er það sem gildir.
P.S. Ef vel er að gáð ættu að sjást nokkuð margir starar á þakinu fyrir miðri mynd. Miðbærinn er nú ekki bara útkrassað rónabæli, sko.
11 ummæli:
Mikið er gott að heira þessar fréttir. Vona að þið hafið það sem allra best. Kveðja Magnea frænka
Frábærar fréttir :o)
Hlakka til þess að sjá innréttinguna þegar að þar að kemur.
Knúskveðja Auður LIlja & kó
Frábært hreint út sagt. Ég legg til að þið brestið í dans að eigin vali.
LangbestuSólarKvejur að vestan
Matta
Frábærar fréttir.
Og gott að sjá að þú ert ekki alveg hætt að blogga, þá væru þeir heimar nú öllu litlausari!
Kveðjur hinar bestu,
Palli og fjölskylda
Hi, I'm not able to read most of your information and stories because I only speak English. I linked in with you because of your interest in Iceland and I see that you live in Reykjavik. We will be coming to your city as part of a world trip in August and we would some local tips! Such as how far Hafnarfjordur is from Reykjavik and how you would get there. Also a few of your top places in your area. Would love to hear from you! Regards mjaz.
Góðar fréttir, kærar kveðjur úr Barmahlíðinni, Kolbrún og kó.
Gott að heyra.
kv. lipurtá
Til hamingju með góðar fréttir!
kv. frá Minnesotastrím
Þórir og Guðrún
Yndisleg tíðindi! Hlakka til að sja ykkur. Eg og Isak komum til Islands a manudaginn og verður i manuð a fróni!
Langar að koma i heimsokn! Sjáumst!!
Dásamlegt að allt gengur vel hjá ykkur.
Knúskveðja.
Sæl og blessuð. Langt síðan við höfum heyrst/sést.Innilega til hamingju með þessar fréttir :-)
Eigum við ekki að hittast fljótlega og fá okkur eitthvað lífrænt ræktað?
Luv, Hilla
Skrifa ummæli