Líf í árvekni: Hallveig

fimmtudagur, 3. janúar 2008

Hallveig

Leyndarmálið okkar er sem sagt hér: Agnarlítil grá læða, fædd 20. október sl., með hvíta bringu og loppur, skottið eilítið dekkra en búkurinn. Ákvörðunin um þessa viðbót við fjölskylduna var tekin í kjölfar ítrekaðra athugasemda (frá Mínum) um hversu ótækt það væri að hafa svona fína kisulúgu á útihurðinni en engan kisu.

Hún Hallveig var óskaplega forvitin um jólatréð okkar þegar hún kom á nýja heimilið sitt í gærkvöldi, skoppaði um allt og Skottan á eftir og mátti ekki á milli sjá hvor var kátari.

Malið hennar er svo hátt að þegar það heyrðist í fyrsta sinn hrökk Skottan í kút og spurði forviða: ,,Er kisulóran að prumpa?!"

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér sýnist Hallveig hafa valið ágæta fjölskyldu. Til hamingju
mbk
M

Nafnlaus sagði...

Frábær byrjun á árinu, það verðu allt í þessu stíl, gott ár, ég er viss um það.
Til hamingju með Hallveigu, falleg kisa. Alveg sammála að ómögulegt er að hana kisulaust hús, (og hundlaust segi ég líka eftir að ég fór í hundana). Þær gætu verið frænkur Hallveig og Mía mín, alveg eins á litinn, en önnur stutthærð og hin síðhærð.
Kveðja
Dedda

Nafnlaus sagði...

Kisan er sæt, næstum því eins og gamli kötturinn, hét hann ekki Jóakim? Hvenær var hann dauður?

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með hana Hallveigu, hún er alveg yndisleg að sjá.
Tómas Davíð bíður spenntur eftir því að hitta "tisuna ennar þigrúnar uglu" :o)
Knús Auður Lilja

Katrín sagði...

uuu hlakka til ad hitta litlu a morgun! og ykkur hin lika audda ;)

Mags sagði...

Still watching. Loved the bonfire - burning out the old year. May the new one bring us all some stillness and peace. Very best wishes.

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Svar til Lilju Marie:
Jóakim gamli Boxerson, sem var nú reyndar bröndóttur, hélt yfir kattamóðuna miklu (dó) nokkru eftir að við fluttum til Skotlands. Hann varð 13 og 1/2 árs, fæddur 8. maí 1992, dó í nóv. 2005 (í mannárum sirka 74 ára). Þegar við fluttum úr landi um sumarið fór hann í fóstur hjá föðurfjölskyldu Matthíasar, en eins og oft er um gamlar kisur þá þoldi hann ekki að verða viðskila við fólkið sitt og fór að sýna af sér ýmis elliglöp. Bestu kveðjur til Norge :o)

Nafnlaus sagði...

Svakalega sæt lítil kisa. :)

Nafnlaus sagði...

Hi guys,
Just want to wish you a good new year and say we are looking forward to meeting up in the summer. Let us know the dates you are coming.
arnot and brian