Þegar Guð vinkona mín er búin að með þvottinn er allt svo makalaust blátt og tært að kona grípur (afar ferskan) andann á lofti af aðdáun.
Enginn veit af hverju Krýsuvík heitir Krýsuvík. Krýsa í þjóðsögunni tekur víst nafn sitt af örnefninu en ekki öfugt. Lifandi jörð.
Hraunið er alltaf fallegt, dulúðugt. Sérdeilis í gegnum regnblauta bílrúðu...
Enginn veit af hverju Krýsuvík heitir Krýsuvík. Krýsa í þjóðsögunni tekur víst nafn sitt af örnefninu en ekki öfugt. Lifandi jörð.
Hraunið er alltaf fallegt, dulúðugt. Sérdeilis í gegnum regnblauta bílrúðu...
P.S. Tek ennþá við umsögnum um orðið kempa sem íslenskun á enska hugtakinu (cancer) survivor.
Góð hugmynd, slæm eða hvorki né?
7 ummæli:
glæsó myndir.
veit ekki alveg hvað mér finnst um orðið "kempa", en þú kemur með góð rök og mér dettur ekkert betra í hug!
Mér finnst þetta orð stórgott! Flott þýðing hjá þér. Nær merkingunni fallega en er ekki væmið samt.
Þetta er frábært orð til þessara nota og ég hvet þig eindregið til að koma því á framfæri við Jakob næst þegar þið eða Björgvin hittir hann. Líka við félaga þína í Ljósinu :)
Bestu kveðjur
Hrefna
Mér finnst kempa flott orð - en mér finnst það ekki eiga við þann sem cancer SURVIVOR, frekar þann sem berst enn við krabbann. Eða, er Survivor ekki örugglega notað um þá sem eru alveg lausir við krabbann, búnir að sigra stríðið?
kv,
Reyndar er ,,cancer survivor" notað á ensku um hvern þann sem hefur greinst með krabbamein, frá og með þeim degi sem hann greinist. Sigur kempunnar/,,survivor" felst ekki endilega í því að losna við meinið sjálft fyrir fullt og allt, heldur hinu að lifa lífinu lifandi, í gleði yfir því að vera til. Ein slík kempa, Maggie Jencks, sú sem stofnaði Maggie´s Centres í Skotlandi, sagði: ,,Above all, what matters is not to lose the joy of living in the fear of dying." (Það sem mestu skiptir, ofar öllu öðru, er að glata ekki lífsgleðinni í óttanum við að deyja.)
Fallegar myndir systir kær.
Hlakka til að hitta þig í hádeginu á morgun.
Knúskveðja
Auður Lilja
Takk fyrir síðast!
Mér finnst kempa mikið réttnefni og gott heiti.
Vona annars að þið séuð hress.
Verð í sambandi fljótlega.
Skrifa ummæli