Líf í árvekni: Úr Urðarbrunni

miðvikudagur, 26. september 2007

Úr Urðarbrunni

Nornir þær, er byggja við Urðarbrunn, taka hvern dag vatn í brunninum og með aurinn þann, er liggur um brunninn, og ausa upp yfir ask Yggdrasils, til þess að eigi skuli limar hans tréna eða fúna. En það vatn er svo heilagt, að allir hlutir, þeir er þar koma í brunninn, verða svo hvítir sem himna sú, er skjall heitir, er innan liggur við eggskurn, svo sem hér segir:

Ask veit ég ausinn,
heitir Yggdrasill,
hár baðmur, heilagur,
hvíta auri;
þaðan koma döggvar,
er í dali falla;
stendur hann æ yfir grænn
Urðarbrunni.

...Fuglar tveir fæðast í Urðarbrunni, þeir heita svanir, og af þeim fuglum hefur komið það fuglakyn er svo heitir.
- úr Eddu Snorra Sturlusonar
P.S. Myndir úr gönguferð gærdagsins. Önnur Kaffi Latte-getraun... ;o) Myndirnar stækka og fylla út í skjáinn ef smellt er á þær.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki vænti ég að þú hafir verið á göngu við Rauðavatn... sem sonur minn 7 ára taldi víst að væri kennt við Eirík rauða. En ekki hvað...
Ein ókunnug

Nafnlaus sagði...

Hugsa til ykkar í dag.
Hang in ther sis!!
Kv.
Guðrún Erla

Vilborg Davíðsdóttir sagði...

Vatn Elliða var það nú reyndr ;o)