Líf í árvekni: Sagan...

föstudagur, 22. júní 2007

Sagan...

...um ferð okkar skötuhjúa um Hálöndin og eyjarnar hefur verið færð inn á myndasíðuna hérna í miklu hasti; viðbúið að kona sé búin að tapa flestum sínum blogglesendum á þessu nær tveggja vikna hléi frá skrifum og óvíst um samviskusemina næstu daga þar sem nú tekur við lokaspretturinn við að pakka búslóðinni sem fer í skip 5. júlí (glúmps!).
Lofa samt klárlega færslu á miðvikudaginn næsta (27. júní) en þá fer prinsinn í segulómskoðun (MRI myndatöku) og við fáum að vita síðdegis hvernig ástandið er í kollinum á honum eftir allt sem á undan er gengið. Treystum því að það verði eins og gefið er til kynna hér til vinstri en krossum samt putta til öryggis og vonum að sem minnst sé eftir af drekanum, helst ekkert nema dálitlar brunarústir.
Ferðasagan er aðallega í myndum (53 stk.) enda segja þær meira en mörg orðin. Einhverjir fróðleiksmolar hafa þó fengið að fljóta þarna með um söguleg ártöl, kirkjur og örnefni í sérviskulegum anda yðar einlægrar ;o)
Við vorum vitanlega ljónheppin með veðrið alla tíu dagana; ekki einn einasti rigningardagur en fimm í glampandi sól og yl - á sama tíma var víst úrhelli og flóð fyrir sunnan hjá þeim engelsku. Þegar við stigum af lestinni í Edinborg á miðvikudagskvöldið vorum við hins vegar boðin velkomin heim með þrumuveðursrigningu, sem var ósköp notalegt.
P.S. Safn af tenglum um ferðaslóðirnar er að finna undir fyrirsögninni Ferðin okkar hér til hægri, mæli sérdeilis með Orkneyjavefnum, vel hannaður og fróðlegur vefur.

3 ummæli:

McHillary sagði...

Sælinú!
Flottar myndir, maður á það vonandi eftir að komast þarna í Orkneyjarnar. Er annars hér á laugardagskveldi að sötra te og bíða eftir að Taggart birtist á RÚV. Eruði búin að panta kassa? Mæli með madforboxes.com, ég fékk þetta ægilega kassakitt frá þeim með bóluplasti og öllu sent heim að dyrum. Úff, hvað tíminn líður annars, það er bara að koma að þessu!
Sjáumst innan tíðar.
Luv, Hilla

Gunni sagði...

flott myndasafn og ferðasaga .. bið að heilsa !

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim og mikið verður gott að fá ykkur til Íslands. Hérna fyrir vestan hefur sólin og blíðan leikið við okkur. Mér varð hugsað til sögukonunnar Vilborgar sl. laugardag þar sem ég var í hálfheiðnu brúðkaupi í fjörunni í Arnardal. Gangi ykkur vel.
þva
Matta