Líf í árvekni: Gleðilega páska

laugardagur, 7. apríl 2007

Gleðilega páska

Lífgi páskir, lyndið dansi
lukku deiling frævist rík,
flýi háski, veikist vansi,
veri heilsan stáli lík.
-Halldór Davíðsson þurrabúðarmaður á Álftanesi um 1830.

7 ummæli:

mamma sagði...

Gleðilega páskahátíð! Gaman að öll fjölskyldan skuli vera smanum páskana ,hann Matti er orðinn svo myndarlegur ,var að átta mig á því að hann á fermast næsta ár! Mikið er tíminn fljótur að líða .
Hafið það sem best! 'Astarkveðjur Mamma.

McHillary sagði...

Hæ elskurnar og gleðilega páska!!
Takk svo mikið fyrir síðast...sumir voru doldið ryðgaðir daginn eftir að hvítvínsflaskan lá tóm.
Vona að þið eigið góða helgi, í dag fórum við til St. Andrews og á morgun verður farið í hálöndin.
Sjáumst eftir helgi!!
Bestu kveðjur, Hilla litla

Ásgeir, Inga, börn og hundur sagði...

Gleðilega páska

Þórir sagði...

Sendi kveðjur yfir haf
úr Ameríku landi
ekki er gott að fara í kaf
í sundlaug fulla af sandi

Langt er síðan kom ég hér
og skrifaði nokkra sögur
Út af því þá þykir mér
gott að kveða bögur

Ljóðið þitt er betra en mitt
..það skiptir engu máli
því mitt er miklu lengra en þitt
og búið til úr stáli

Halldór Davíðs... hann var góður
og konan hans hét Auður
Ég er hins vegar ennþá rjóður
en Halldór... hann er dauður!

Þetta er ágætt núna í dag
ég skrifa meira seinna
Gangi ykkur allt í hag
og farið svo að "leira"!?!?!

Þórir Þórisson hálfs-heila-maður í Minneapolis 2007

he,he...

lilja marie sagði...

Hæ Villa, ég heilsa Matta. Góðan bata til Björgvins.

Helga Sigurrós sagði...

Sæl frænka
Skýst hér inn af og til - til að heyra af frændfólki. Raks einhvernvegin á síðuna þína, eftir langan vefleiðangur.

Bestur kveðjur og gleðilega páskarest.

Helga Sigurrós sagði...

Skýring á link:
Stórfrænka þín, Rebekka Jóelsdóttir.

http://share.shutterfly.com/action/slideshow?a=67b0de21b328162b25c8&auto=0&idx=13&m=1&d=1176390627817

kv Helga Bergsdóttir