
Hef fyrir búferlaflutningaannríki ekki haft tíma til að leggja hér inn færslu um stúdentsútskrift heimasætunnar 28. júní sl. frá James Gillespies High School, né heldur átta mig á þeim veruleika að ekki aðeins flaug hún til Íslands í gærmorgun heldur sömuleiðis úr hreiðrinu sem yðar einlæg hefur búið henni næstliðin 20 ár. Hún er sem sagt ekki lengur heimasæta..! (
Að vísu hefur hún aðeins leiguhúsnæði til áramóta og kemur kannski heim til okkar aftur þá - en kona veit aldrei fyrir víst hvað framtíðin ber í skauti sér sosum).
Ég veit ekki alveg hvernig mér líður með það að eiga uppkomna dóttur sem er flutt að heiman og er að byrja háskólanám í ensku í haust. Þetta er svona ,,gvont" tilfinning - ég er bæði dáldið glöð og dáldið meyr.


Hér til hægri er hún um það bil að fá útskriftar- kossinn frá skóla- stjóranum sínum. Hann var vitanlega á skotapilsi eins og næstum allir nema minn heittelskaði.

Aldrei hef ég séð jafnmarga saman komna í skotapilsum (
tja, allavega ekki síðan ég sá 10.000 sekkjapípuleikara á skotapilsum setja heimsmet í fjölda sekkjapípuleikara að spila Amazing Grace í Holyrood Park) og aldrei, aldrei nokkurn tímann hef ég séð jafnmargar stelpur á glitrandi sparikjólum!

Hér er Alina vinkona & skiptinemi að taka við útskriftar- skjalinu sínu - hún er frá Þýskalandi og var hjá okkur í 10 daga í tilefni af útskriftinni.
Katrín segir á
blogginu sínu að hún skilji hjarta sitt eftir í Skotlandi. En hún er samt glöð yfir að fara til Íslands.

Vísast svona ,,gvont" tilfinning.
Ég er svo stolt af henni að ég er að springa...

6 ummæli:
Til hamingju. :)
Glæsilegar myndir. Þið reffileg öll og heimasætan (fyrrverandi) sérlega. Til hamingju!
awww...
má nú til með að minnast hins vegar á það að á myndinni sem er við hliðina á setningunni ,,Aldrei hef ég séð jafnmarga saman komna í skotapilsum " sést einungis í tvo skotapilsklædda drengi!
Til hamingju með þessa fallegu ungu konu.
Knús og kram.
Þú mátt svo sannarlega vera stolt af þessari fallegu frænku minni :)
Til hamingju með hana :O)
Hjartanlega til hamingju með þessa duglegu og myndarlegu dóttur ! Já, flogin úr hreiðrinu,kannast við það!!!
'Astarkveðjur mamma.
Skrifa ummæli