
Krúttið sem hér heldur á fífli er letidýrið Sid og hans fífill er sá síðasti á hans heimaslóðum, nefnilega Ísöldinni. Myndin um Sid, Manna mammút og Diego, sem Skottan kallar Þiþa (Kisa), rúllar hringinn hér á heimilinu flesta daga og hefur stjakað Stubbunum úr fyrsta sætinu, Fröken Fix til léttis, en hún lýsir einmitt miklum áhyggjum af skaðlegum áhrifum La-la og Pó á bernskan huga litlu systur á blogginu sínu nýlega.
Táningurinn getur nú aldeilis bloggað, eignaðist glænýja fartölvu í gær. Það er raunar fyrsta tölvan sem hún eignast nýja því fram að þessu hefur fengið garmana frá móður sinni í arf jafnóðum og hún ég hefur uppfært, ef mig skyldi kalla, eins og konan sagði.
Annars er sosum ekki ástæða til hógværðar á þessum bænum, yðar einlæg hefur loks lokið við ritgerðina um Dýflissu Edinborgar og er mikið fegin - alveg búin að fá hrútleið á þessu, aðallega vegna þess hvað ég hef verið að dútla við þetta lengi. (Það má vísa í þennan árangur í kommentum...!) Þarf eiginlega að líta við í dýflissunni aftur áður en ég skila af mér en ýti
p.s. Elsku bestu, auðmjúklegast... skrifa komment?
6 ummæli:
Hvað er eiginleg í Dýflissunni!
Þú ættir að vita hvað kom á skjáinn hjá mér þegar ég opnaði merkið hjá á síðunni!!!
Kl, nei eg prenta þetta ekki hér!
Kveðja mamma.
*Skellihlátur* Þér er óhætt að smella á hana aftur núna, það vantaði afar mikilvægt -s aftan við linkinn! Dýflissan er "drauga-hryllings-hús" fyrir túrista.
Mamma hringdi, alveg í sjokki yfir ósómanum sem hún hélt að væri fastur í tölvunni hjá sér ;)
Til hamingju með að hafa lokið ritgerðinni, þú ert endalaust dugleg systir!
Knúskveðja
Auður á ryksugunni...
hvaða ósóma Auður?
Komment ;-)
Við skemmtum okkur konunglega í snjónum um daginn, en týpískt að vinkona mín að heiman var akkúrat í heimsókn þá ;-P En allavegana fullt af myndum á síðunum. Til lykke með að hafa klárað ritgerðina, nú þarf ég bara að klára þennan fyrirlestur og þá getum við farið að stefna okkur mót ;-D
Gunni: þú getur lesið um ósómanná blogginu mínu: http://pantaleon.blogspot.com
Skrifa ummæli